Heimsmeistaramótin í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna hefjast í Aurora í Bandaríkjunum á morgun, 3.nóvember. Þrir íslenskir keppendur taka þátt.
María Guðsteinsdóttir keppir í -72 kg flokki á fimmtudag, Auðunn Jónsson og Sigfús Fossdal keppa á laugardag. Auðunn í -120 kg flokki og Sigfús í +120 kg flokki .
Klaus Jensen verður fulltrúi Íslands meðal dómara.
Í dag fer fram ársþing IPF. Grétar Hrafnsson situr þingið, en Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, er þingforseti og stýrir starfinu.
Öll mál sem verða lögð fyrir þingið má kynna sér hér:
http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Congress/AGENDA_GA_2014.pdf