Skip to content

Einar Örn á pallinn á EM

  • by

Einar Örn Guðnason frá Kraftlyftingafélagi Akraness átti góðan dag á EM unglinga í dag. Hann vigtaði 92,45 kg í -93 kg flokki.
Einar lét ekki slaka stangarmenn slá sér út af laginu og opnaði létt á nýju Íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 280 kg.Hann bætti síðan metið og persónulegan árangur sinn með 20 kg þegar hann lyfti 290 kg mjög örugglega í næstu tilraun. Einar átti svo mjög góða tilraun við 300 kg, en munaði hársbreidd og þriðja lyftan var dæmd ógild.
Bekkurinn er sérgrein Einars, en þar opnaði hann á 200 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti í flokknum. Hann setti síðan nýtt unglingamet með 207,5 kg í annarri.
Í þriðju tilraun gerði hann sér lítið fyrir og lyfti 212,5 kg glæsilega, en það dugði honum til verðskuldaðra bronsverðlauna í greininni.
Í réttstöðu opnaði hann frekar klaufalega á að láta dæma 250 kg ógilt hjá sér en kláraði svo 255 kg í annari tilraun. Hann reyndi svo við 272,5 kg í síðustu en mistókst.
Einar endaði því í 6.sæti með 757,5 kg í samanlögðu. Það er nýtt Íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 37,5 kg og geri aðrir betur.
Sigurvegari í flokknum var Julian Lysvand frá Noregi með 825 kg

Við óskum Einari til hamingju með góða frammístöðu, ný íslandsmet og bronsverðlaun í bekkpressu.

Á morgun, sunnudag, keppir Júlían Jóhannsson og hefst keppnin kl. 8.00 á íslenskum tíma.

einarorn

Tags: