Á ÍM í Njarðvíkum kom upp mjög óæskilegt atvik sem varðar aðila í keppnisbanni og óhlutgengi í keppni og starfi kraftlyftingafélaga. Stjórnin harmar þetta atvik og vill tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
Að gefnu tilefni vill því stjórn KRAFT ítreka grein 10.10.1 í Lögum ÍSÍ um lyfjamál:
10.10.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) eða í keppnum á vegum atvinnudeildar eða einhvers alþjóðasérsambands eða mótshaldara á lands eða alþjóðlegu stigi. Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem sætir óhlutgengi lengur en í fjögur ár má eftir þann tíma taka þátt í staðbundnum mótum í öðrum íþróttum en þeirri sem hann framdi brotið í, en þá og því aðeins að hið staðbundna mót sé ekki á því stigi að viðkomandi geti áunnið sér keppnisrétt, beint eða óbeint (eða unnið til stiga þar að lútandi) í landsmeistaramóti eða alþjóðlegri keppni.