Skip to content

ÍM-úrslit

  • by

im14Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum lauk fyrir stundu í Njarðvíkum með glæsilegum sigri Ragnheiðar Kr. Sigurðardóttur, Gróttu í kvennaflokki og Viktors Samúelssonar, KFA, í karlaflokki.
Stigahæst í flokki 18 ára og yngri urður Írís Hrönn Garðarsdóttir, KFA, og Hjálmar Andrésson, Breiðablik. Í flokki unglinga sigruðu Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, og Viktor Samúelsson, KFA.
Í öldungaflokki kvenna sigraði Ása Ólafsdóttir, Grótta. En í öldungaflokkum karla sigruðu þeir Bjarki Þór Sigurðsson, Halldór Eyþórsson og Sæmundur Guðmundsson, allir úr Breiðablik. Stigahæsta liði var Grótta.
HEILDARÚRSLIT.
Mörg íslandsmet voru sett á mótinu.

Mótshaldari var kraftlyftingadeild Massa og var til allra hluta vandað. Umgjörð mótsins var glæsileg, en svo orkufrek að rafmagnstruflanir í húsinu setti mark sitt á mótinu um miðjan dag og þurftu dómarar og starfsmenn að rifja upp gamlar kúnstir og bjarga sér án aðstoðar tölvu um stund. Allt fór það samt vel að lokum.
Kraftlyftingasambandið þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins og óskar nýkrýndum íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn.