Skip to content

Viktor hafnaði í 6.sæti á nýju Íslandsmeti

  • by

Viktor Samúelsson, KFA, hefur lokið keppni í -105,0 kg flokki unglinga á HM. Hann hafnaði í 6. sæti  á nýju Íslandsmeti í opnum flokki og flokki unglinga,
Viktor opnaði með 290 kg í vel útfærðri hnébeygju. Hann kláraði 300 kg í annari af harðfylgi, en það er nýtt Íslandsmet í flokki unglinga og opnum flokki. Hann átti svo góða tilraun við 305 kg en missti jafnvægið og varð að játa sig sigraðan.
Á bekknum opnaði Viktor mjög örugglega með 225 kg. Hann reyndi svo tvisvar við persónulegt met 232,5 kg og var mjög nálægt í þriðju tilraun en náði ekki að klára.
Í réttstöðu opnaði hann á 280 kg létt. Tók síðan 292,5 og setti þar með nýtt Íslandsmet í samanlögðu með 817,5 kg. en það er bæting um 10 kg. Hann lyfti svo 297,5 kg í þriðju tilraun, en kláraði hana ekki nógu vel að mati dómaranna og fékk hana ógilda.
Við óskum Viktori til hamingju með bætingar og ný met í safnið.

Sigurvegari í flokknum var Rússinn Yuri Belkin með 980,0 kg.

Tags: