Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var bráðkvaddur í Sviss í gær þar sem hann sótti miðstjórnarfund Alþjóðakörfuknattleikssambandsins. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Minningarstund um Ólaf var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, og mánudaginn 24.júni kl. 10.00 árdegis verður hans minnst með mínútar þögn á öllum vettvöngum íþróttahreyfingarinnar.
Undir forystu Ólafs stofanði ÍSÍ sérsamband um kraftlyftingar og hann studdi KRAFT með ráðum og dáð og hvatningi.
Kraftlyftingasamband Íslands ásamt íþróttahreyfingin öll vottar fjölskyldu Ólafs dýpstu samúð.