Skip to content

Landsmót UMFÍ 2013

  • by

27. Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi 4 – 7 júlí nk með bros á vör. Meðal keppnisgreina verða kraftlyftingar, en haldið verður push&pull mót án búnaðar í opnum flokki karla og kvenna. Keppt verður s.s. í bekkpressu og réttstöðulyftu.  Mótið er ekki á mótaskrá, en haldið í samráði og samvinnu við KRAFT. Keppnisrétt eiga þeir sem héraðssambönd og íþróttabandalög velja til keppni og keppt verður um nafnbótina Landsmótsmeistari.

Sérgreinastjóri er Kristinn “Boris” Gréturson, Umfstk@gmail.com og gefur hann nánari upplýsingar.

Um þátttökurétt segir á heimasíðu UMFI:
Þeir einir hafa rétt til keppni sem eru félagar í ungmennafélagi eða í íþróttafélagi og uppfylla skilyrði viðkomandi sérsambands til keppni með félagi í ákveðinni íþróttagrein þar sem það á við. Keppnislið skulu vera sambandsaðilar UMFÍ og íþróttabandalög. Íþróttabandalög njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og sambandsaðilar UMFÍ.
Senda má hámark 4 keppendur í hverja einstaklingsgrein og eina sveit í boðsund, boðhlaup og eitt lið í liðakeppni. Hver keppandi má keppa í hámark 5 einstaklings-greinum og tveimur boðgreinum í viðkomandi íþróttagrein.

 

Tags: