Skip to content

Klassískar kraftlyftingar

  • by

Í nýuppfærðum reglum um mótahald er gert ráð fyrir að haldið sé árlegt Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum án búnaðar. Heiti mótsins verður Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum og verður það heiti notað um kraftlyftingar án búnaðar.

Gert er ráð fyrir að skráning Íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum hefjist 1.janúar 2014 og verða birtar lágmarksviðmið fyrir slík met fyrir þann tíma.

Eingöngu verður hægt að setja klassísk met á mótum þar sem keppt er án búnaðar. Nánar er fjallað um þetta í 24.grein mótareglnanna.