Skráning stendur yfir á Bikarmótið í kraftlyftingum 2012.
Mótið fer fram í Ármannsheimilinu, Laugardal, laugardaginn 24.nóvember nk i umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.
Mótið er síðasta stóra mót ársins og mun þar ráðast ekki bara hverjir verða bikarmeistarar karla og kvenna, heldur líka hvaða lið vinnur liðabikarinn 2012. Mótið er auk þess síðasta tækifæri ungra keppenda til að sanna að þeir eiga erindi á Norðurlandamót unglinga í febrúar.
Skráning fer eingöngu fram gegnum félögin og eru þau beðin um að senda inn eina skráningu og eina greiðslu ef þess er nokkur kostur. EYÐUBLAÐ – BIKARMÓT12
Reglunum um aðstoðarmenn keppenda og starfsmenn á mótið verður fylgt fast eftir og eru félögin þess vegna beðin um að skrá þá líka með síma/netfangi.
Skráning skal senda til jjkj25@gmail.com með afrit á kraft@kraft.is.
Keppnisgjaldið er 4000 krónur og skal greitt á reikning 0111-26-60040, Kennitala: 600409-0340
Fyrri skráningarfrestur er til miðnættis 3.nóvember. Svo hafa menn viku til að greiða keppnisgjald og breyta um þyngdarflokk, eða til miðnættis 10.nóvember. Smkv gildandi mótareglum eru þeir hlutgengir á mótið sem hafa verið skráðir í Felix í amk þrjá mánuði fyrir mótið.
Veglegt lokahóf verður haldið að loknu móti og fer það líka fram í Ármannsheimilinu. Þar fer fram verðlaunaafhending og útnefning lið ársins 2012.
Félög eru beðin um að panta miða á lokahófið um leið og skráning fer fram til að tryggja sér sæti, en miðar verða til sölu áfram á meðan pláss leyfir. Verðið verður stillt í hóf.