Skip to content

Framboð til formanns og stjórnar KRAFT á komandi ársþingi

Framboðsfrestur til formanns og stjórnar KRAFT á komandi ársþingi er liðinn. Eftirfarandi framboð bárust:

Til formanns: Laufey Agnarsdóttir (KFR).

Til stjórnar (í stafrófsröð): Alex Cambray Orrason (KA), Auðunn Jónsson (Breiðablik), Elín Melgar Aðalheiðardóttir (Breiðablik), Ingimundur Björgvinsson (KFR) og Krisleifur Andrésson (Massi).

Í stjórnarkjöri eru laus þrjú sæti sem kosið er í til tveggja ára. Í ljósi þessi að Laufey er ein í framboði til formanns og að hún er nú þegar í stjórn mun núverandi stjórnarsæti hennar losna og samkvæmt lögum KRAFT skal kosið í það sæti til eins árs. Samtals mun því verða kosið í fjögur sæti í stjórn. Þess má geta að Alex Cambray sækist í framboði sínu frekar eftir stjórnarsæti í eitt ár ef kosið yrði um slíkt sæti, annars sæti til tveggja ára.