Skip to content

Helgi sæmdur gullmerki ÍSÍ

  • by

Á kraftlyftingaþingi 25.febrúar sl var Helgi Hauksson sæmdur gullmerki ÍSÍ.

Helgi Hauksson, fæddur 1952, hefur í mörg ár starfað að eflingu kraftlyftingaíþróttarinnar, bæði innan sambandsins og hjá sínu félagi Breiðablik. Hann hefur allan tímann, bæði áður og eftir að ÍSÍ stofnaði sérsamband um íþróttina verið öruggur forsprakki laga og reglna og hefur haldið uppi háum standard á dómgæslu.  

Helgi fékk fyrst dómararéttindi árið 1998 og tók próf sem alþjóðadómari cat 2 hjá IPF árið 2004
Hann tók próf sem cat 1 dómara árið 2012 og er eini íslendingurinn með slik réttindi.

Helgi hefur dæmt á ótal mótum bæði hér á landi og erlendis. Hann nýtur mikillar virðingar á alþjóðavelli og hefur verið skipaður í kviðdóm á stærstu mótum.
Helgi situr í landsliðsnefnd og dómaranefnd KRAFT og hefur útskrifað alla starfandi dómara sambandsins.
Hann hefur séð um þýðingu og uppfærslu á keppnisreglum í kraftlyftingum í mörg ár.  

Helgi hefur lagt stóran hluta af sínum frítíma í starf og ferðir í þágu kraftlyftingaíþróttarinnar. Störf hans og dómgreind hefur komið hverjum keppanda að gagni og skapað Íslandi gott orðspor erlendis.
Við óskum honum til hamingju með þennan heiður.