Skip to content

EM öldunga framundan

  • by

Evrópumeistaramót öldunga í kraftlyftingum án búnaðar hefst í Búdapest í Ungverjalandi á morgun.
Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt.
Þriðjudaginn 28.febrúar keppir Elsa Pálsdóttir í -76kg M3 flokki og verður að teljast sigurstrangleg. Keppnin hefst kl 14.30 á íslenskum tíma.
Miðvikudaginn 1.mars kl. 17.00 keppir Hörður Birgisson í -74kg M3 flokki.
Fimmtudaginn 2.mars kl. 15.30 keppir Hinrik Pálsson í -105kg flokki M2.
Laugardaginn 4.mars kl. 14.30 keppir Benedikt Björnsson í -93kg flokki M1.
Við óskum þeim góðs gengis.

Streymi frá mótinu: https://goodlift.info/live.php

Tags: