Skip to content

Félagsskipti

Reglugerð um félagsaðild innan Kraftlyftingasambands Íslands

Félagsaðild miðast við skráningu í Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ, og skulu keppendur
vera skráðir kraftlyftingaiðkendur þar. Hvert félag ber ábyrgð á skráningu og afskráningu
sinna félaga.
Hvert kraftlyftingafélag setur sínar reglur og skilyrði fyrir meðlimi varðandi inngöngu,
brotthvarf, æfingafyrirkomulag, val í keppnislið, starfsframlag og gjald.
Reglurnar mega ekki brjóta í bága við almennar reglur ÍSÍ og KRAFT.
Félagsmenn eru fulltrúar síns félags og fara eftir þeim reglum sem þar gilda.
Um félagaskipti
Til að félagaskipti geti átt sér stað þarf viðkomandi að vera skuldlaus við sitt félag.
Félagaskipti skal tilkynna á þar til gerðu eyðublaði sem er að finna á kraft.is sem sendist til
beggja félaga með afrit til KRAFT. Tilkynningin getur verið í formi tölvupósts. Þar skal koma
fram fullt nafn, heimilisfang og kennitala viðkomanda, nafn félagsins sem viðkomandi gengur
úr og nafn hins nýja félags.
Félagaskiptin ganga í gildi frá þeim degi sem nýskráning birtist í Felix, þó aldrei fyrr en 30
dagar eru liðnir frá dagsetningu bréfsins.
Stjórn KRAFT áskilur sér rétt til að kanna ástæður félagaskiptanna og vísa málinu til
dómstóls ÍSÍ ef ekki hefur verið farið að reglum sambandsins.
Óheimilt er að keppa fyrir fleiri en eitt félag á sama keppnistímabili. Keppnistímabilið er frá
1.janúar – 31.desember.
Stjórnin getur veitt undanþágu frá þessari grein við sérstakar aðstæður.
Um brottvikningu úr félagi
Ef stjórn félags ákveður að vísa einstaklingi úr félaginu, tímabundið eða að fullu, af
einhverjum ástæðum, skal tilkynna það til KRAFT og tekur afskráning þegar gildi.
Félagið ber ábyrgð á að skrá viðkomandi úr Felix.
Viðkomandi aðili getur kært þessa ákvörðun til ÍSÍ sbr. lög ÍSÍ.

Þannig samþykkt á fundi stjórnar Kraftlyftingasambands Íslands 8.febrúar 202

Félagsskipti eyðublað: PDF DOC