Á morgun fara fram íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu, með og án búnaðar.
Nokkuð hefur fækkað á keppendalistanum en skipting í holl er óbreytt.
Holl 1 – allar konur án búnaðar
Holl 2 – karlar 66 – 105 án búnaðar
Holl 3 – karlar 120 – 120+ án búnaðar og allir keppendur í búnaði
Vigtun kl. 9.00 fyrir alla
Keppni hefst kl 11.00
Sameiginleg verðlaunaafhending í lokin.
Mótið fer fram í Mínus2Gym í Katrínartúni, undir Höfðatorgi.
Keyrið ofan í bilakjallarann. Við fyrstu bílastæðin er gengið inn í stöðina.
(Ath að borga í bílastæðagjald áður en farið er uppúr kjallaranum aftur!)
Streymt verður frá mótinu á Youtuberás KRAFT.