Skip to content

Kraftlyftingar – Expo

  • by

Kraftlyftingamótið í bekkpressu og réttstöðulyftu sem Kraftlyftingadeild Breiðabliks hafði umsjón með á IFHE, eða International Fitness and Health Expo, í Hörpunni um helgina fór virkilega vel fram. Ungir og efnilegir lyftarar af báðum kynjum, sumir að keppa í fyrsta sinn, voru íþróttinni til sóma. Mótið var ekki á mótaskrá og því ekki hægt að setja þar nein met. Öll umgjörð var með ágætum og stóðu Blikar sig vel sem mótshaldarar, enda vanir menn.

Allt fór fram eftir ströngustu kröfum Kraft, ÍSÍ og IPF. Fullgildir dómarar Kraft, þeir Fannar Dagbjartsson,
Halldór Eyþórsson formaður Blikanna og Helgi Hauks alþjóðadómari sáu um dómgæslu og að öllum lögum og reglum um mótsstað og búnað keppenda væri fylgt. Hinn ungi og öflugi Ármenningur Júlían Jóhann Karl Jóhannsson var þulur og stóð sig þar frábærlega.

Lyfjaeftirlitið hafði sína aðstöðu og mætti á staðinn. Það skiptir máli að kraftlyftingar eins og þær eru stundaðar innan ÍSÍ séu gerðar sýnilegar á svona viðburðum. Íþróttin sker sig vissulega úr öðru sem þarna fer fram, en á mjög jákvæðan hátt. Engum dylst það að okkar fólk er sannarlega lyfjalaust og eins og ólympískar lyftingar, sem einnig sýndu sína íþrótt á IFHE, erum við stolt innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Úrslit: expo11

Leave a Reply