Skip to content

Bikarmót – tímaplan

  • by

Bikarmót KRAFT eru framundan og míkil tilhlökkun hjá öllum.
Töluverð yfirlega þurfti til að koma saman skipulag innan ramma sóttvarnarákvæða, en niðurstaðan er þessi:

Laugardag 20.nóvember – BIKARMÓT Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM

Allar konur: vigtun kl 8.00 – keppni hefst kl 10.00
Holl 1: 57 – 76 kg
Holl 2: -84 og +84
Verðlaunaafhending ca kl 14.00

Allir karlar: vigtun kl 13.00 – keppni hefst kl 15.00
Holl 1: 66 – 93 kg
Holl 2: 105 – +120 kg
Verðlaunaafhending ca kl 20.10

Sunnudag 21.nóvember – BIKARMÓT Í KRAFTLYFTINGUM

Allir keppendur: vigtun kl 9.00 – keppni hefst kl 11.00
Verðlaunaafhending ca kl 13.00

Við ítrekum að eingöngu skráðir aðstoðarmenn fá aðgang að svæðinu. Grímuskylda er fyrir alla nema keppendur í upphitun og keppni og brýnum fyrir alla að gæta að persónulegum sóttvörnum og koma með eigið kalk.