Skip to content

Bikarmót – upplýsingar

  • by

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum verða haldin 20. og 21. nóvember.
Tímaplanið verður birt á morgun

Vegna hertra sóttvarnarreglna þurfum við að aðlaga keppnishald í samræmi við gildandi reglur. Einnig
áttum við okkur á að aðstæður keppenda geta verið ólíkar og því hefur eftirfarandi verið ákveðið.

 keppendur geta dregið sig úr keppni og fengið keppnisgjald endurgreitt fram að miðnættis
mánudaginn 15.nóvember – sendið póst á kraft@kraft.is og tojo52@rvkskolar.is

 áhorfendur verða ekki leyfðir en streymt verður frá mótunum

 grímuskylda verður hjá öllum nema keppendum í upphitun og keppni

 eingöngu skráðir aðstoðarmenn fá aðgang að svæðinu ATH að mögulega þarf að
takmarka fjölda aðstoðarmanna

 keppendur koma með sitt eigið kalk til að nota í keppni og upphitun.

 sótthreinsað verður vel og keppendur, starfsfólk og aðstoðarmenn beðnir að gæta vel að
persónulegum sóttvörnum.