Evrópumeistaramótið i klassískri bekkpressu stendur nú yfir í Hamm í Luxembourg. Í dag var keppt í unglingaflokkum.
Matthildur Óskarsdóttir vann til silfurverðlauna í -72 kg flokki með 100 kg sem er nýtt íslandsmet unglinga.
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti í -57 flokki og hafnaði þar í fjórða sæti á nýju íslandsmeti unglinga -77,5 kg.
Halldór Jens Vilhjálmsson keppti í -105 kg flokki og endaði þar í fjórða sæti með 150 kg. Hann reyndi við persónulega bætingu 160 kg í þriðju tilraun en það tókst ekki í þetta sinn.
Við óskum þeim til hamingju með mótið.
Á morgun keppir Ríkharð Bjarni Snorrason í -120 kg opnum flokki. Keppnin hefst kl. 14.00 að staðartíma og hægt er að fylgjast með hér
https://goodlift.info/live.php
Við óskum honum góðs gengis.