Sóley Margrét Jónsdóttir, fædd 2001, varð í dag evrópumeistari í +84 kg flokki stúlkna í kraftlyftingum á EM í Tékklandi. Hún notaði tækifærið og bætti heildarárangur sinn um 20,5 kg og setti í leiðinni heimsmet stúlkna í hnébeygju með 265,5 kg!!
Hún átti ágæta lokatilraun í réttstöðu við 217 kg sem hefði fært henni heimsmet líka í samanlögðu, en það gekk ekki upp í dag
Sóley lyfti 265,5 – 155 – 200 – samanlagt 620,5 kg, vann gullverðlaun í öllum greinum og titilinn örugglega.
Hér má sjá hvernig á að setja heimsmet!
VIÐ ÓSKUM HENNI INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGAN ÁRANGUR!
EM hófst í dag, en 9 íslenskir keppendur eru mætti til leiks.
Næst á svið er Kara Gautadóttir sem keppir í -57 kg unglinga á morgun mánudag.
Við óskum henni og þeim öllum góðs gengis!
Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: