Kraftlyftingasamband Íslands leitar að íþróttastjóra í 20% starfi.
Aðalverkefni íþróttastjóra er að hafa umsjón með landsliðsverkefnum. Hún/hann tekur þátt í keppnisferðum eftir samkomulagi.
Krafist er góðrar þekkingar og reynslu á íþróttinni, frumkvæðis, árangursdrifni og góðra samskiptahæfileika. Leggja þarf fram sakavottorð er þess krafist.
Öll verkefni íþróttastjóra eru unnin í samræmi við lög og reglur KRAFT, ÍSÍ, IPF og WADA, í samráði við stjórn og landsliðsnefnd og samkvæmt fjárhagsáætlun.
Kraftlyfingasamband Íslands/ KRAFT er æðsti aðili kraftlyftinga á Íslandi og er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. KRAFT á aðild að NPF (Kraftlyftingasamband Norðurlanda), EPF (Kraftlyftingasamband Evrópu) og IPF (Alþjóða Kraftlyftingasambandið). Nánar má lesa um KRAFT og hlutverk þess á heimasíðu sambandsins: kraft.is
Íþróttastjóri hefur aðstöðu á skrifstofu sambandsins.
Nánari upplýsingar veitir Gry Ek formaður KRAFT, gry@kraft.is
Umsókn skal senda á kraft@kraft.is fyrir 1.maí