Stjórn KRAFT hefur samþykkt ný lágmörk við val í landslið Íslands fyrir keppnisárið 2017.
Lágmörkin eru að mestu leyti í samræmi við tillögur Þjálfararáðs.
Menn þurfa að ná A-lágmarki til að keppa á HM, B-lágmarki til að keppa á EM, en C-lágmarki opna möguleika á að keppa á öðrum alþjóðamótum, svo sem Norðurlandamót unglinga og Vestur-Evrópukeppninni.
Önnur skilyrði fyrir landsliðsþátttöku eru óbreytt, en ferlið hefur verið endurskoðað og er nú t.d. gert ráð fyrir endurskoðun á vali á miðju keppnisári.
Formenn og þjálfarar félaga hafa fengið þessar upplýsingar og hafa frest til 1.oktober til að skila inn tilnefningum í verkefni 2017