Skúli Óskarsson kraftlyftingamaður var fyrstur manna sæmdur gullmerki KRAFT með kransi við upphaf þing sambandsins í dag. Fráfarandi formaður sambandsins, Sigurjón Pétursson, gerði það, rifjaði upp helstu afrek Skúla og las úr bók Hallgríms Indriðasonar: Hetjurnar okkar.
Þingfulltrúar risu allir úr sætum og fögnuðu Skúla innilega.
Eitt eftirminnilegasta afrek á ferli Skúla er heimsmetið sem hann setti í réttstöðulyftu árið 1980, en hann var tvisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins, 1978 og 1980