Skip to content

Tinna og Ragnheiður hafa lokið keppni

  • by

emTinna Rut Traustadóttir og Ragnheiður Kr Sigurðardóttir kepptu í dag í EM í klassískum kraftlyftingum í firnasterkum flokki -57 kg.
Ragnheiður átti mjög góðan dag, fékk 9 gildar lyftur og lenti í 6.sæti á nýju Íslandsmeti 337,5 kg sem er persónuleg bæting um 12,5 kg. Hún tók seríuna 115 – 72,5 – 150, en hnébeygjan og réttstaðan eru ný íslandsmet.
Tinna hins vegar vaknaði með flensu og dró það úr henni máttinn, ekki samt meira en svo að henni tókst að bæta samanlagðan árangur sinn um 5 kg. Hún endaði í 9.sæti  með 320 kg, en hafði auðvitað viljað gera meira.
Hún fékk fyrst þrjár ógildar lyftur í hnébeygju, en þjálfarinn sá meinbugur á því og lagði inn mótmæli. Kviðdómurinn félst á þau og Tinna fékk gilda seríuna 97,5 – 72,5 – 150.
Elena Sherbakova, Rússlandi, varð heimsmeistari með 390 kg.

Við óskum stelpunum til hamingju með mótið, bætingarnar og metin.

Á morgun keppir Birgit Rós Becker í -72 kg flokki og hefst keppnin kl. 9,00