Skip to content

Arnhildur og Viktor bikarmeistarar

  • by

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands var haldið á Akureyri í gær.

Bikarmeistari kvenna varð Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta.  Arnhildur setti þrjú glæsileg íslandsmet í -72kg fl. hnébeygju (200 kg), réttstöðulyftu (190.5 kg) og samanlögðu (513 kg). Þetta er hennar fyrsti meistaratitil á stigum í opnum flokki, en hun hefur greinilega æft vel undanfarið með aðstoð Ingimundar og félaga sinna í Gróttu.

Bikarmeistari karla var Viktor Samúelsson, KFA, með 558,14 stig, sem eru hæstu wilksstig innan sambandsins á árinu 2015. Hann setti um leið íslandsmet í bekkpressu með 300 kg, og samanlögðu 970 kg.

Alex Cambray, KFA, varð annar stigahæstur í karlaflokki. og setti íslandsmet í bekkpressu með 231kg. Hann bætti sinn besta árangur og náði 310kg í hnébegyju og 270 í réttstöðulyftu sem gaf honum 811 í samanlögðu. Skemmtileg barátta var í síðustu réttstöðulyftuni hjá honum þar sem hann rétt klikkaði á 285 sem hefði þýtt nýtt íslandsmet í -105kg fl. (826kg)
Hulda B. Waage, KFA, var önnur stigahæst í kvennaflokki. Hún tvíbætti íslandsmetið í bekkpressu með 117.5 kg og 125 kg í -72kg fl. Hulda tók 172.5kg í hnébeygju og 160kg í réttstöðulyftu sem gaf henni 457.5 kg í samanlögðu.

Stigahæsta liðið í karla og kvenna flokki var heimalið KFA, sem jafnhliða því að keppa sáu um alla framkvæmd á frábæran hátt. KFA sigraði 9 af 14 þyngdarflokkum.

Mörg met féllu á mótinu og bættu margir árangur sinn og náðu lágmörkum fyrir Íslandsmótið 2016. Það stóð uppúr hversu mikil nýliðun hefur átt sér stað og þáttaka yngri unglinga aukist á milli ára.

Við óskum sigurvegurum og methöfum til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT.:http://results.kraft.is/meet/bikarmot-i-kraftlyftingum-2015