Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær nokkrar breytingar á Reglugerð um kraftlyftingakeppni og taka þær þegar gildi.
Ný útgáfa má finna hér: https://kraft.is/um-kraft-2/reglur/
Breytingarnar fela í sér að enn skýrar er kveðið á um að öll vafamál og frávik frá reglum í tengslum við mótahald skal bera undir stjórn. Ef vafi leikur á hlutgengi keppanda t.d. getur ekkert einstakt félag eða einstakur félagsmaður skorið úr um það. Skýrt er tekið fram að á meistaramótum skal mótshaldari bera dómara- og tímaplan undir stjórn KRAFT til samþykkis áður en það er birt.
Búið er að setja í reglurnar ákvæði um að á ÍM í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum skal framvegis skipa 3 manna kviðdóm.