Skip to content

Sóley vann silfrið!

  • by

Sóley Margrét Jónsdóttir vann til silfurverðlauna samanlagt í +84 kg flokki á EM í dag.
Sóley lyfti af miklu öryggi og bætti persónulegan árangur sinn, og jafnframt íslandsmetinu, um 10 kg. Hún setti líka íslandsmet í bekkpressu og single lift bekkpressu.
Sóley vann auk þess til verðlauna í öllum greinum.
Í hnébeygju átti hún sviðið – lyfti 250-270-280 mjög sannfærandi og vann gull.
Sigurlyftan.
Á bekknum vann hún brons með 185 kg og í réttstöðu vann hún silfur með 210 kg. Samanlagt 675 kg og nýtt glæsilegt íslandsmet. Sigurvegari var Hildeborg Hugdal frá Noregi með 688 kg og nýtt heimsmet í bekkpressu.

Sóley, sem á tvö ár eftir í unglingaflokki, stimplar sig hér heldur betur inn í opna flokkinn! Þetta ætti að gefa henni sjálfstraust fyrir næsta stóra verkefnið sem er World Games í júlí. Þar mætir hún þær allra bestu í heimi – en hún hefur nú sannað að í þeim hópi á hún fyllilega heima.
Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn, metin og silfrið!

Pallurinn í +84kg flokki kvenna.
Pallurinn í hnébeygju