Skip to content

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun.

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 10. febrúar næstkomandi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Skráning fer fram á Abler: http://www.abler.io/shop/isi

Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“. Allar nánari upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-146 & 863-1399 eða á vidar@isi.is.