Skip to content

Viktor hafnaði í 12.sæti

  • by

Viktor Samúelsson keppti á HM í dag og hafnaði í 12.sæti í -105kg flokki með seríuna 282,5-195-315=792,5kg.
Það er 10kg undir hans persónulega besta og ekki tölurnar sem hann stefndi að, en vogun vinnur – vogun tapar og í þetta sinn gekk dæmið ekki alveg upp.
„Ég reyndi við bæt­ing­ar í öll­um þriðju lyft­um en það gekk ekki í dag og ég skildi eft­ir þó nokk­ur kíló á pall­in­um sem ég sæki aft­ur um leið og ég kemst á pall­inn aft­ur,“segir Viktor í viðtali við fréttamann Morgunblaðins eftir mótið, og allir sem þekkja Viktor vita að hann muni standa við það.

Viktor með 330kg á stönginni í lokalyftunni. Hingað og ekki lengra í dag. Ljósmynd: Alexander Örn