Skip to content

Viktor átti góðan dag

  • by

Viktor Samúelsson átti góðan dag á HM í klassískum kraftlyftingum, en hann keppti í dag í -105 kg flokki. Þetta er fyrsta stórmót Viktors í klassískum og í nýjum þyngdarflokki og hann náði 6.sætinu örugglega.

Viktor tók tölurnar 285 – 192,5 – 322,5 = 800 kg sem er 9 kg bæting í flokknum. Hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet.
Við óskum Viktor til hamingju með árangurinn.

Birgit Becker keppti í -76 kg flokki í gær og hafnaði þar í 10.sæti með tölurnar 170 – 92,5 – 185 = 447,5 kg.
Hún náði að bæta sig í réttstöðu en hefði viljað gera meira – og mun örugglega ná því á næsta móti.

Allir íslendingarnir hafa nú lokið keppni á HM og fara heim með verðlaun, met, persónulegar bætingar og reynslu sem mun koma að notum síðar.
Auðunn Jónsson, íþróttastjóri, og Lára Bogey Finnbogadóttir voru þeim til aðstoðar á mótsstað.