Mótin verða haldin samkvæmt áætlun.
Búð er að gera ráðstafanir til að manna dómara á mótin ef ekki verður flogið til Akureyrar á laugardagsmorgninum. Þetta gildir svo fremi að landleiðin norður lokist ekki á föstudeginum. Ef ekki er flogið á laugardeginum verður þó ekki hægt að halda sjálft dómaraprófið en mótin fara samt fram eftir áætlun. Ef einhverjar breytingar verða munum við upplýsa um það um leið og það liggur fyrir en búið er að gera allar tiltækar ráðstafanir til að mótin geti farið fram og keppendur geti sýnt sitt besta á keppnispallinum.