Skip to content

Úrvalshópur ungmenna

  • by

Stjórn KRAFT kallar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum í úrvalshóp ungmenna 20 ára og yngri.
Við viljum ná til hæfileikarríkra ungra karla og kvenna sem æfa reglulega og hyggja á bætingum í kraftlyftingum og skoða hvernig sambandið geti stutt og hvatt þau til dáða. .
Íþróttastjóri mun halda utanum starfið og fyrirhugað er að kalla til æfingabúða, halda fræðslufundi o.a.
Stefnt er að þátttöku sem flestra á NM jr 2020.

Skilyrði eru að viðkomandi

  • sé skráður kraftlyftingaiðkandi í Felix
  • hafi mikinn áhuga á kraftlyftingum og stundi reglulegar æfingar
  • hafi meðmæli síns félags
  • hafi tekið þátt í amk einu móti af mótaskrá KRAFT

Tekið er við tilnefningum frá félögum í netfangi kraft@kraft.is
Iðkendur sem hafa áhuga á að vera með láti félagið sitt vita.
Nánari upplýsingar veitir Auðunn Jónsson – coach@kraft.is – 897 8017