Skip to content

Úrslit úr ÍM í bekkpressu

Úrslit úr ÍM í bekkpressu eru komin á vefinn og má finna hér :https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskri-bekkpressu-2023 og hér: https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-bekkpressu-2023

Í bekkpressu með búnaði varð Sóley Margrét Jónsdóttir stigahæst kvenna í opnum flokki og Guðfinnur Snær Magnússon stigahæstur karla í opnum flokki.

Í klassískri bekkpressu varð Elín Melgar Aðalheiðardóttir stigahæst kvenna í opnum flokki og Alexander Örn Kárason stigahæstur karla í opnum flokki.

Stigahæstu keppendur voru einni krýndir í eldri og yngri aldursflokkum og má sjá nánar um þau úrslit á hlekkjunum hér að ofan.

Við óskum keppendum til hamingju með glæsilegan árangur!