Skip to content

Úrslit frá kraftlyftingum á landsmóti UMFÍ.

Landsmót UMFÍ fór fram á Selfossi dagana 4.-7.júlí þar sem kraftlyftingar voru á meðal keppnisgreina, en keppt var í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar. Konur og karlar frá 5 héraðssamböndum og íþróttabandalögum mættu til leiks en stigahæst að þessu sinni í báðum greinum voru þau Viktor Samúelsson frá Íþróttabandalagi Akureyrar og María Guðsteinsdóttir sem keppti fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur. Stigahæsta liðið var Kraftlyftingafélag Akureyrar sem keppti fyrir hönd ÍBA og hlaut liðið veglegan bikar fyrir árangur sinn. Nánari úrslit má finna á á heimasíðu mótshaldara.  http://skraning.umfi.is/landsmot/skrar/selfoss2013/urslit/kraftlyftingar-urslit.pdf