Úrslit frá Íslandsmótinu í kraftlyftingum með búnaði eru komin inn á vefsíðu KRAFT ásamt úrslitum frá Æfinga- og byrjendamótinu. Á Íslandsmótinu varð stigahæst í kvennaflokki Agnes Ýr Rósmundsdóttir með 71.8 IPF GL stig og Alex Cambrey Orrason varð stigahæstur í karlaflokki en hann hlaut 92.5 stig.
Mörg Íslandsmet féllu á mótinu. Alex Cambrey sem keppti í -93 kg flokki bætti eigið Íslandsmet í samanlögðum árangri um 12.5 kg og Jón Sigurður Gunnarsson í -59 kg flokki tvíbætti metin í öllum greinum og í samanlögðum árangri. Þá setti Pedro Monteira De Oliveira Íslandsmet unglinga í hnébeygju þegar hann lyfti 240.5 kg í -83 kg flokki.