Skip to content

Úr lögum ÍSÍ vegna lyfjamála

  • by

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum Laga ÍSÍ um lyfjamál vegna íþróttamanna sem hafa verið dæmdir óhlutgengir.

10.11 Staða í óhlutgengi 

10.11.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma.
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) sem heimiluð er eða skipulögð af sérsambandi eða félagi eða aðildarsambandi ÍSÍ eða landssambandi………sem er fjármögnuð af stjórnvöldum.

Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem er óhlutgengur skal sæta lyfjaeftirliti.

10.11.2 Þjálfun hafin á ný
Undantekning frá grein 10.12.1, Íþróttamanni er heimilt að hefja æfingar á ný með liði eða nota aðstöðu félags eða aðildarsambands ÍSÍ á þeim tíma sem er styttri: (1) Síðustu tveir mánuðir óhlutgengistíma íþróttamanns eða (2) Síðasti fjórðungur dæmds óhlutgengistíma.

10.11.3 Brot á þátttökubanni á óhlutgengistíma.
….. Ef aðstoðarfólk íþróttamanns eða annar aðili veitir aðstoð við brot á þátttökubanninu á óhlutgengistímanum, má lyfjaráð ÍSÍ beita viðkomandi viðurlögum samkvæmt brotum á grein 2.9.

Af ofangreindu leiðir m.a. að íþróttamanni sem dæmdur hefur verið óhlutgengur er ekki heimilt að nýta sér æfingaaðstöðu félags innan KRAFT eða annara aðildarfélaga ÍSÍ og aðildarfélögum KRAFT og ÍSÍ er óheimilt að heimila íþróttamanni, sem dæmur hefur verið óhlutgengur, að nýta sér æfingaastöðu félaganna.”

 

Tags: