Eins og menn vita voru teknir upp nýir þyngdaflokkar um áramót.
Einnig er rétt að vekja athygli á því að keppendur geta ekki lengur keppt í öðrum þyngdaflokki en þeim sem þeir skráðu sig í. Nái keppandi ekki réttri þyngd í vigtun (sem stendur yfir í 1,5 klst) í þann þyngdarflokk sem hann/hún skráði sig í fær viðkomandi keppandi ekki að taka þátt í mótinu.