Skip to content

Um löglegar keppnisgræjur

  • by

Í tæknireglum IPF er nákvæmlega tilgreint hvernig keppnisaðstæður eiga að vera. Hnébeygjustatíf og bekkir þurfa að uppfylla kröfur í öllum smáatriðum. Á alþjóðamótum má eingöngu nota græjur frá framleiðendum tilgreindum og viðurkenndum af tækninefnd IPF.

Hér á Íslandi hafa verið smíðuð tæki sem uppfylla þessa staðla fullkomlega og stjórn KRAFT hefur ákveðið að leyfa notkun þessara tækja í keppni innanlands, þar með talið á Íslandsmeistaramótum og bikarmótum.
Þetta var bókað á stjórnarfundi 1.júlí sl: Stjórn KRAFT styður ákvörðun dómaranefndar þess efnis að votta  sem gildar til notkunar á kraftlyftingamótum á Íslandi statív-samstæður sem smíðaðar eru á Íslandi í samræmi við staðla IPF. Stjórnin mælist til þess við dómaranefnd að hún votti framangreindar vottaðar samstæður til notkunar á öllum kraftlyftingamótum á Íslandi þ.m.t. Íslands-og bikarmótum.