Skip to content

Tvöfalt silfur á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum

  • by

Íslensku keppendurnir okkar, þeir Viktor Samúelsson (KFA) og Júlían J.K .Jóhannson (Ármann) stóðu sig frábærlega á sínu fyrsta Evrópumóti unglinga. Viktor tryggði sér silfur í -105 kg flokknum með seríuna 260 – 195 – 280 – 735 og setti nokkur íslandsmet, bæði í drengja- og unglingaflokki. Réttstöðulyftan hjá honum var jafnframt íslandsmet í opnum flokki. Árangur hans í bekkpressunni var mjög góður en hann var með þyngstu lyftuna af öllum í hópnum. Júlían nældi sér ennig silfur í +120 kg flokknum í hörkuspennandi keppni við Belgann Sebastien Dechamps, en missti naumlega af gullinu. Hann lyfti 290 – 190 – 302,5 – 782,5 og setti bæði drengja- og unglingamet í flokknum. Hann fór upp með 317,5 kg í seinustu réttstöðulyftunni en fékk lyftuna dæmda ógilda, en sú lyfta hefði tryggt honum gullið. Júlían hefur bætt sig mikið frá Íslandsmótinu í kraftlyftingum og sýndi enn og aftur að hann er í topp klassa. KRAFT óskar þeim félögum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Leave a Reply