Skip to content

Tvenn gullverðlaun!

  • by

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir varð í dag Evrópumeistari unglinga í klassískri bekkpressu í -63kg flokki. Hún lyfti 110 kg og jafnaði Íslandsmeti sínu.
Matthildur Óskarsdóttir varð Evrópumeistari í -84kg flokki á nýju Íslandsmeti 127,5 kg, en það er jafnframt íslandsmet í opnum flokki.
Þær lögðu undir sig pallinn í stigakeppni kvenna í unglingaflokki. Matthildur var stigahæst allra og Alexandrea lenti í þriðja sæti á stigum.
Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með daginn!!

Stigahæstu konur í u23 flokki kvenna.

Á morgun keppir María Kristbjörg Lúðvíksdóttir í opnum flokki +84kg flokki. Keppnin hefst kl 10.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér: https://goodlift.info/live.php