Skip to content

Tímamótasamningur fyrir íþróttafólk.

Í dag var undirritaður samningur um stóraukin fjárframlög ríkisins til Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttir á Íslandi því um tímamótasamning er að ræða. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum. Til að fagna þessum áfanga mættu fulltrúar ÍSÍ, ráðamenn, þjálfarar og afreksíþróttamenn sérsambandanna, á athöfn sem fram fór við húsakynni ÍSÍ. Við óskum íþróttafólkinu okkar til hamingju með þetta og vonum að þessi stuðningur komi sér vel til að ná settum markmiðum.