Skip to content

Þorbergur hinn rétti Evrópumeistari unglinga.

  • by

Íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði hefur eignast Evrópumeistara unglinga í kraftlyftingum.
Niðurstöður lyfjarprófa á EM unglinga í Ungverjalandi í apríl liggja nú fyrir og er opinbert að sigurvegarinn í +120 kg flokk karla er dæmdur úr leik vegna brota á lyfjareglum.
Það þýðir að Þorbergur Guðmundsson, frá Kraftlyftingadeild Harðar er hin rétti Evrópumeistari í flokknum!
Við óskum honum til hamingju um leið og við hörmum að hann skyldi ekki fá að njóta þess að taka við verðlaunum undir fánanum á mótinu sjálfu.
En titilinn verður ekki af honum tekið!

http://www.europowerlifting.org/fileadmin/epf/data/results/2015_detailed_scoresheet_jm.htm