Skip to content

Þjálfaranámskeið

  • by

Skortur er á menntuðum kraftlyftingaþjálfurum í flestum félögum og mikilvægt að fjölga þeim.

Næsta stóra verkefni Kraftlyftingasambandsins er að bjóða upp á þjálfaramenntun samkvæmt stöðlum og skipulagi ÍSÍ.
Verið er að vinna í sérgreinahluta Þjálfara 1 námsins og verður það í boði á þessu ári.
Undanfari sérgreinahlutans er almenni hluti Þjálfara 1, en það nám fer fram á vegum ÍSÍ.

Næsta námskeið hefst 18.júni. Það er 8 vikna fjarnám og er fyrsta skref í þjálfaramenntun ÍSÍ og KRAFT. Hægt er að fá námið metið til eininga í framhaldsskólum.

Við hvetjum  félögum að kynna sér þetta námskeið vel og athuga hvort það geti ekki verið framfaraspor að senda þjálfaraefnin sín í þennan skóla. Námskeiðsgjaldið er 24.000 krónur og skráningarfrestur 14. júni. Námskeiðið er opið öllum 16 ára og eldri.

Allar upplýsingar á heimasíðu ÍSÍ.

Leave a Reply