Skip to content

Þing kraftlyftingasambands Íslands 2019

  • by

Þing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið 23. febrúar síðastliðinn í húsakynnum ÍSÍ á Engjavegi.

Á þinginu voru samþykkt ný lög, kosinn nýr formaður og ný stjórn.

Kosin inn í stjórn til 2. ára voru Auðunn Jónsson, Inga María Henningsdóttir og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.

Kosin sem formaður til 1. árs var Gry Ek Gunnarsson.

Úr stjórn fóru Hulda Elsa Björgvinsdóttir fyrrverandi formaður og Erla Kristín Árnadóttir sem voru báðar í stjórn sambandsins í 2 ár. Þakkar Kraft þeim fyrir störfin í þágu sambandsins.
Þinggerð og reikningar eru aðgengileg undir fundargerðir

Mynd af þinggestum.