Þrír kraftlyftingamenn fá afreksstyrki

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ með breyttum áherslum frá því sem verið hefur undanfarin ár.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, fær A-styrk úr sjóðnum 2013.
María Guðsteinsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, fá C-styrk í ár.
Auk þess var úthlutað til sambandsins vegna skilgreindra verkefna landsliðsins á árinu.

Þetta er fagnaðarefni og hvetur bæði afreksmönnum og sambandinu til dáða við að ná markmiðum afreksstefnu sinni.

Frétt ÍSÍ má lesa hér

Styrkir – UMSÓKNIR

ÍSÍ veitir styrki til ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna og eru það sérsamböndin sem sækja um fyrir iðkendur sem þykja uppfylla skilyrðin. Nú er tímabært fyrir einstaklinga og félög að benda á verðuga kraftlyftingamenn svo hægt verði að sækja um í næsta úthlutun.
Hafið samband við gjaldkera KRAFT til að fá frekari leiðbeiningar og aðstoð við úmsókn.
Kári Rafn Karlsson [email protected]

Sömuleiðis skulu menn huga að umsóknum úr Afrekssjóði ÍSÍ, en Kári veitir líka upplýsingar um hann.

 

Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tekið í notkun nýja og rúmgóða æfingaraðstöðu í Smáranum.
Þetta verður vonandi mikil lyftistöng fyrir starfið og félagsandann. Æfingartímar eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og hér á kraft.is undir FÉLÖG, en þar geta öll félög fengið að koma á framfæri helstu upplýsingar.
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði ríkisins kr. 200,000 til deildarinnar til frekari uppbyggingar á æfingaraðstöðu.

Við óskum Blikum til hamingju með styrkinn og aðstöðuna og vitum að þau muni nýta hvoru tveggja vel.Ferðastyrkir 2011

Frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á árinu 2010 rennur út mánudaginn 10. janúar 2011.  Eftir þá dagsetningu verður ekki tekið umsóknum í sjóðinn.  Til úthlutunar að þessu sinni eru 57 m.kr.
Öll félög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna þátttöku í mótum innanlands. Yfirlit yfir styrkhæf mót má finna á umsóknarsíðu sjóðsins.
Nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 eða netfang [email protected]

Þjálfarastyrkir

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir seinni hluta þessa árs, þ.e. júlí – desember. Styrkir verða veittir til þjálfara sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ undir „Efnisveita“. Umsóknarfrestur er til og með 20. september. Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ  í síma 460-1467 eða á [email protected]

Ferðastyrkur

ÍSÍ hefur endurnýjað samning við Flugfélag Íslands vegna keppnisferða íþróttamanna.
Kraftlyftingamenn sem eru á leið á viðurkennd mót KRAFT geta notið góðs af því.
Míkilvægt er að öll félög gangi frá skráningu sinna iðkenda í Felix, skráningarkerfi ÍSÍ, strax svo þeir geta nýtt sér þetta tilboð.
Hér má lesa nánar