ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna. Mótið fer fram 30.maí í Njarðvíkum í umsjón Massa.
Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 9.maí.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ

Lágmörk eru í gildi fyrir mótið og þarf keppandi að hafa jafnað lágmarksárangur í viðkomandi þyngdarflokki á sl fimm árum, eða eftir 1.janúar 2010. Besti samalagður árangur og dagsetning þarf að koma fram við skráningu.

Bikarmót – keppendur

Skráningu á Bikarmót KRAFT er nú lokið og hafa 54 skráð sig til leiks, þar af 20 konur.
KEPPENDUR 

Menn hafa nú viku til að ganga frá greiðslu og færa sig milli þyngdarflokka.
Athugið að greiða þarf fyrir veisluna í leiðinni og skrá sig á hana til [email protected]

Föstudaginn fyrir mótið heldur stjórn KRAFT fund með formönnum félaga. Á fundinn kemur Viðar Sigurjónsson, verkefnastjóri ÍSÍ, til að ræða m.a. þjálfaramenntun og fyrirmyndarfélagsfyrirkomulagið.
Æskilegt er að öll félög eigi fulltrúa á fundinum. Ef formaður kemst ekki, má finna annan fulltrúa.
Dagskrá fundarins verður sendur út þegar nær dregur.

ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna sem fram fer í Njarðvíkum 8.mars nk.
Keppt verður um þrjú efstu sæti í hverjum þyngdarflokki óháð aldri, en síðan verðlaunað fyrir þrjú efstu sæti á stigum í hverjum aldurflokki fyrir sig.

Skráningarfrestur er til miðnættis 15.febrúar. Frestur til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjöld er til 22.febrúar.
Á þetta mót gildir “þriggja mánaða reglan” svokallaða samkvæmt 3.grein mótareglnanna. 

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ: ÍM14

ÍM í klassískum kraftlyftingum – keppendur

Skráningu er lokið á annað opna Íslandsmeistarmótið í klassískum kraftlyftingum sem fram fer á Ísafirði í umsjón kraftlyftingafélagsins Víkings 8.febrúar nk.

SKRÁÐIR KEPPENDUR

Félög hafa frest til 25.janúar til að greiða keppnisgjöld og breyta skráningu.

1.janúar sl. hófst skráning íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum og er þetta fyrsta mótið þar sem hægt er að setja íslandsmet. Hér má sjá metaskrá, og sýna daufu tölurnar lágmarkið sem þarf að ná til að fá met skráð.

 

Bikarmót KRAFT – skráning hafin

Skráning er hafin á Bikarmót KRAFT 2013 sem fram fer laugardaginn 23.nóvember nk. í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ
Skráning skal senda á [email protected] fyrir miðnætti 2.nóvember. Frestur til að breyta skráningu og greiða keppnisgjald er til miðnættis 9.nóvember.
Athugið að skrá líka aðstoðarmenn og starfsmenn/dómara samkvæmt MÓTAREGLUM 19.grein.