Keppnisreglur uppfærðar

IPF hefur gert nokkrar breytingar á keppnisreglum í kraftlyftingum og taka þær gildi 1.janúar 2013. Helgi Hauksson hefur uppfært íslensku reglurnar og má finna þær undir Um Kraft.
Takið sérstaklega eftir breytingum á framkvæmd bekkpressulyftu.
Í ensku reglunum á heimasíðu IPF eru breytingarnar merktar með rauðu.

Réttstöðumótsmet

Arnhildur Anna Árnadóttir, María Guðsteinsdóttir, Dagfinnur Ari Normann og Aron Lee Du Teitsson settu íslandsmet  á Íslandsmeistarmótinu í réttstöðu í gær. Það eru svokölluð réttstöðumótsmet, single lift met. Þau verða gjarnan hærri  en almenn met í réttstöðu sem eru skráð á kraftlyftingamótum þar sem menn hafa áður tekið bæði hnébeygjur og bekkpressur.

IPF gerir ekki ráð fyrir sérstökum mótum og metum í réttstöðu, þar er bekkpressan eina greinin sem keppt er í sérstaklega, og er það ástæða þess að hið alþjóðlega tölvukerfi á mótinu í gær hélt að verið væri að keppa í “bench press”.
Á Íslandi hefur hins vegar réttstöðulyftan alltaf verið í miklu uppáhaldi og í þeirri grein hafa íslenskir keppendur gjarnan náð lengst á alþjóðavettvangi. Skemmst er að minnast þess að Júlían Jóhannsson vann gull í greininni á HM unglinga í ágúst sl.

KRAFT hefur þess vegna sett sér-íslenskar reglur um slík mót og met, og fer framkvæmdin fram í samræmi við reglur IPF um bekkpressumót.

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu – keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu sem fram fer í Kópavogi laugardaginn 15.september nk.
16 konur og 21 karlar frá 7 félögum eru skráðir og hlutgengir á mótið: SKRÁNINGARLISTI

Um hlutgengi á Íslandsmeistaramótum segir í reglugerð 3.grein:
Til að mega keppa á mótum innan KRAFT þarf keppandi að vera skráður í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k. mánuði fyrir mót. Ef um er að ræða Íslandsmeistaramót og bikarmót þarf viðkomandi að vera skráður a.m.k. þrjá mánuði fyrir mótið.
Það þýðir að keppendur þurfa að hafa verið skráðir í sín félög fyrir 15.júni til að vera hlutgengir á mótið.

.

ÍM – til keppenda

Varðandi keppnisbúnað:

Mjög áríðandi er að keppendur athugi vel að allur búnaður þeirra sé löglegur í keppni.
Hér má sjá lista yfir löglegan búnað: http://powerlifting-ipf.com/51.html

Ef menn hafa stytt í hlýrum eða látið gera aðrar breytingar á keppnisbúnaði skal athuga hvort það hafi verið gert samkvæmt reglum, en ekki má gera breytingar á búnaði nema samkvæmt ströngum reglum sem má lesa í keppnisreglunum á bls. 13 og áfram
http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/10/Keppnisreglur2012.pdf

Búnaður sem ekki uppfyllir kröfum verður vísaður frá við skoðun.

Mál er að lesa reglugerðina vel og skilja boxer-nærbuxurnar eftir heima!

Íslandsmet

Að gefnu tilefni skal tekið fram:

Þegar viðmið voru sett fyrir Íslandsmet í nýjum þyngdarflokkum 1. janúr 2011 tók stjórn KRAFT þann pól í hæðina að líta á viðmiðin eins og um gildandi met væru að ræða.
Það þýðir að það er ekki nóg að jafna viðmiðið til að setja íslandsmet, heldur þarf keppandinn að lyfta amk 0,5 kg meira en viðmiðið segir til um.

Skráning á bikarmót KRAFT

Kraftlyftingafélög sem ætla að senda keppendur á bikarmótið á Akureyri 26.nóvember nk verða að ganga úr skugga um að keppendur séu rétt skráðir félagsmenn.
Samkvæmt reglugerð verða keppendur að vera skráðir í Felix í síðasta lagi 30 dögum áður en SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT, eða fyrir 26.september.
Skráning á mótið hefst fljótlega en skráningarfrestur er til 26.oktober nk.

Breytingar á reglugerðum

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands ákvað á fundi sínum 23. júni sl að gera breytingar á 3. og 8. grein reglugerðar um keppendur og mótahald. Breytingarnar tóku þegar gildi.
Eftir breytingu hljóða greinarnar:

3.gr. Hlutgengi
Rétt til þátttöku á mótum KRAFT hafa allir meðlimir aðildarfélaga KRAFT  sem eru skuldlausir við sín félög og rétt skráðir í Felix, skráningarkerfi ÍSÍ.
Til að mega keppa á mótum  innan KRAFT þarf keppandi að vera skráður í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k. 30 dögum áður en skráningarfrestur rennur út. Til að mega keppa fyrir hönd Íslands erlendis þurfa keppendur að vera skráðir í aðildarfélag innan KRAFT a.m.k.  6 mánuði áður en skráningarfrestur rennur út og vera íslenskir ríkisborgarar.
Undanþága frá þessu ákvæði, t.d. vegna erlendra gestakeppenda, er háð samþykki stjórnar KRAFT.

8.gr.  Þátttaka á mótum utan KRAFT
Enginn félagsmaður má keppa eða starfa á kraftlyftingamótum erlendis eða á kraftlyftingamótum á vegum samtaka sem eru utan IPF án sérstaks leyfis KRAFT.  Á alþjóðamótum skulu keppendur og aðstoðarmenn taka þátt fyrir hönd Íslands með leyfi KRAFT
Keppandi sem brýtur gegn þessu ákvæði missir sjálfkrafa keppnisrétt á mótum Kraftlyftingasambands Íslands og IPF. Honum skal umsvifalaust vikið úr sínu kraftlyftingafélagi. Viðkomandi getur ekki skráð sig í félag innan sambandsins á næstu tveimur árum frá brottvikingu. 

Reglugerðir Kraftlyftingasambandsins í heild má finna á síðunni Um Kraft