Alþjóðamót framundan

Miklar annir hafa verið undanfarið hjá landsliðsnefnd og landsliðsþjálfara, en þrjú stór alþjóðamót eru á næsta leiti. Undirbúningi er að ljúka og keppendur að verða klárir í slaginn.
EM í opnum flokki karla og kvenna hefst í Búlgaríu 7.maí. Þar keppa Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í bekkpressu karla og kvenna í opnum flokki og flokki unglinga hefst í Danmörku 21.maí.
Þar keppa Fanney Hauksdóttir, Viktor Ben Gestsson og Sigfús Fossdal.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum  og aldurstengdum flokkum hefst í Suður-Afríku 10.júni.
Þar keppa Elín Melgar, Dagfinnur Ari Normann og Aron Teitsson.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.

Landsliðsval á Norðurlandamótið

Valið í landsliðið fyrir opna Norðurlandamótið í kraftlyftingum og bekkpressu liggur nú fyrir. Mótin fara fram í Njarðvíkum í lok.ágúst nk í umsjón kraftlyftingadeild Massa og eru á mótaskrá IPF.

Konur NM í kraftlyftingum
52 kg Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir Grótta 373,5
57 kg Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir Grótta 347,5
72 kg María Guðsteinsdóttir Ármann 472,5
84 kg Alexandra Guðlaugsdóttir KFA 445,0
+84kg Rósa Birgisdóttir Stokkseyri 430,0

Karlar NM í kraftlyftingum 
74 kg Hörður Birkisson Massi 510,0
74 kg Sindri Freyr Arnarsson Massi
83 kg Halldór Eyþórsson Breiðablik 612,5
83 kg Daði Már Jónsson Massi 600,0
93 kg Aron Lee Du Teitsson Grótta 790,0
120 kg Viktor Samúelsson KFA 905,0
+120kg Auðunn Jónsson Breiðablik 1057,5
+120kg Sigfús fossdal KFV 987,5

Konur NM í bekkpressu 
57 kg Tinna Rut Traustadóttir Grótta
63 kg Fanney Hauksdóttir Grótta 115,0
72 kg María Guðsteinsdóttir Ármann 115,0
+84 kg Rósa Birgisdóttir Stokkseyri 120,0

Karlar NM í bekkbressu 
74 kg Dagfinnur Ari Stjarnan 162,5
+120 kg Sigfús Fossdal KFV 322,5

Einar Örn á pallinn á EM

Einar Örn Guðnason frá Kraftlyftingafélagi Akraness átti góðan dag á EM unglinga í dag. Hann vigtaði 92,45 kg í -93 kg flokki.
Einar lét ekki slaka stangarmenn slá sér út af laginu og opnaði létt á nýju Íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 280 kg.Hann bætti síðan metið og persónulegan árangur sinn með 20 kg þegar hann lyfti 290 kg mjög örugglega í næstu tilraun. Einar átti svo mjög góða tilraun við 300 kg, en munaði hársbreidd og þriðja lyftan var dæmd ógild.
Bekkurinn er sérgrein Einars, en þar opnaði hann á 200 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti í flokknum. Hann setti síðan nýtt unglingamet með 207,5 kg í annarri.
Í þriðju tilraun gerði hann sér lítið fyrir og lyfti 212,5 kg glæsilega, en það dugði honum til verðskuldaðra bronsverðlauna í greininni.
Í réttstöðu opnaði hann frekar klaufalega á að láta dæma 250 kg ógilt hjá sér en kláraði svo 255 kg í annari tilraun. Hann reyndi svo við 272,5 kg í síðustu en mistókst.
Einar endaði því í 6.sæti með 757,5 kg í samanlögðu. Það er nýtt Íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 37,5 kg og geri aðrir betur.
Sigurvegari í flokknum var Julian Lysvand frá Noregi með 825 kg

Við óskum Einari til hamingju með góða frammístöðu, ný íslandsmet og bronsverðlaun í bekkpressu.

Á morgun, sunnudag, keppir Júlían Jóhannsson og hefst keppnin kl. 8.00 á íslenskum tíma.

einarorn

Stelpurnar koma heim með íslandsmet og verðlaun

photo (1)Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir hafa lokið keppni á EM unglinga í St. Pétursborg.
Camilla vigtaði 62,65 kg í -63 kg flokki. Hún opnaði á 135 kg í hnébeygju, en það er jöfnun á hennar besta árangur. Hún kláraði það örugglega, en mistókst svo tvisvar með 142,5 kg. Á bekknum gerðist nákvæmlega það sama. Hún jafnaði sinn besta árangur örugglega með 80 kg í fyrstu tilraun, en mistókst tvisvar að bæta sig með 82,5.
Í réttstöðu opnaði Camilla á 147,5. Í annari jafnaði hún sinn besta árangur með 155 kg, en það er um leið íslandsmet unglinga.  Í þriðju tilraun lagði hún allt undir í tilraun til að ná bronsinu með 165 kg, en það reyndist of þungt þrátt fyrir mikla baráttu.
Besti samanlagði árangur Camillu fyrir þetta mót var 352,5 kg, en hér endaði hún í 370 kg sem er unglingamet og góð bæting. Hún endaði í 5.sæti.

Arnhildur Anna vigtaði 71,10 kg í -72 kg flokki. Hún klikkaði á byrjunarþyngd 180 kg í hnébeygju, hækkaði svo í 185 kg í annari, mætti einbeittari og kláraði örugglega. Arnhildur endaði með 190 kg í mjög vel útfærðri þriðjulyftu. Það er nýtt íslandsmet í opnum flokki og dugði henni til bronsverðlauna í beygju.
Á bekknum byrjaði Arnhildur í 95 kg en mistókst. Hún kláraði 95 kg örugglega í annari tilraun og bað um 100 kg í þriðju, en það er jöfnun við hennar besta árangur. Sú lyfta misheppnaðist því miður, og Arnhildur endaði með 95 kg.
Í réttstöðu kláraði hún 165 kg en mistókst tvisvar með 170 kg. Samanlagt gerir það 450 kg sem er persónuleg bæting um 10 kg og nýtt íslandsmet unglinga.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Á morgun, laugardag, keppir Einar Örn Guðnason í .93 kg flokki. Keppnin hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://goodlift.info/live.php

EM unglinga

Evrópumeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í St. Pétursborg í Rússlandi á miðvikudag.
Fyrir hönd Íslands keppa í kvennflokki Camilla Thomsen í -63 kg flokki og  Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki en í karlaflokki Einar Örn Guðnason í -93 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson ðí +120 kg flokki.
Konurnar keppa á föstudag, Einar á laugardag og Júlían á sunnudag, en sýnt verður beint frá mótinu hér: http://goodlift.info/live.php 

Keppendur: KARLAR KONUR 

Viktor Samúelsson norðurlandameistari

Norðurlandamót í kraftlyftingum í unglingaflokkum fór fram í Aalborg í Danmörku sl helgi.
Viktor Samúelsson, KFA, gerði sér lítið fyrir og varð stigahæstur í unglingaflokki karla. Hann lyfti 900 kg í -120 kg flokki, með seríuna 330 -260 – 310.
Hnébeygjan og samanlagður árangur eru Íslandsmet í opnum flokki, og réttstaðan er íslandsmet í unglingaflokki.
Alexandra Guðlaugsdóttir, KFA, vann bronsverðlaun í sínum flokki, -72 kg flokki unglinga. Hún lyfti 150 – 100 – 172,5 = 422,5 kg. Réttstaðan er íslandsmet unglinga.
Þorbergur Guðmundsson, KFA, keppti í +120 flokki unglinga og vann þar silfurverðlaun með seríuna 270-140-310=720 kg. Hann bætti sig í beygju og réttstöðu.
Aðrir keppendur frá Íslandi voru Fríða Björk Einarsdóttir, Camilla Thomsen og Einar Hannesson. Þau lentu öll í vandræðum og tókst ekki að klára mótið. Þau koma heim reynslunni ríkari og með verkefni á næstu æfingar.
NM 2014 Junior og Sub-Junior - Álaborg, Danmörk

Norðmenn mættu með öflugt lið í keppnina og unnu liðaverðlaunin bæði í kvenna- og karlaflokki.
Svíin Calle Nilsson setti heimsmet drengja í bekkpressu þegar hann lyfti 255,0 kg í +120 kg flokki.
Hér má sjá heildarúrslit.

Norðurlandamót unglinga á laugardag

Laugardaginn 22.febrúar nk fer Norðurlandamót unglinga fram í Aalborg í Danmörku.
Frá Íslandi mæta eftirtaldir keppendur:
Camilla Thomsen, -63 kg flokki unglinga, Alexandra Guðlaugsdóttir, -72 kg flokki unglinga, Fríða Björk Einarsdóttir, -84 kg flokki stelpna, Einar Hannesson, -105 kg flokki unglinga, Viktor Samúelsson -120 kg flokki unglinga og Þorbergur Guðmundsson, +120 kg flokki unglinga.
KEPPENDALISTI.

Við óskum þeim góðs gengis!

ÍM í klassískum kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistarar í klassískum kraftlyftingum 2014 eru Elín Melgar og Aron Teitsson, bæði frá Gróttu.
Í kvennaflokki voru stigahæstar
Elín Melgar, Grótta – Tinna Rut Traustadóttir, Grótta – Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri
Í karlaflokki:
Aron Teitsson, Grótta – Sigfús Fossdal, KFV – Dagfinnur Normann, Stjarnan
Stigahæsta liðið var Grótta.
Mótið fór fram á Ísafirði í gær og luku 20 keppendur keppni.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT    

Á mótinu hófst skráning Íslandsmeta, og fékk Elín þann heiður að setja fyrsta klassíska íslandsmetið. KLASSÍSK MET

Við óskum sigurvegurum og methöfum til hamingju með árangurinn. 

 

ÍM í klassískum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram á Ísafirði laugardaginn 8.febrúar í umsjón Kraftlyftingafélagsins Víkings.
Mótið er haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl. 11.00. (Vigtun kl. 9.00)
Bein vefútsending verður frá mótinu og geta menn fylgst með hér: http://kfitv.is/live

Þetta er í annað sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í kraftlyftingum án útbúnaðar, en í fyrra voru stigahæst þau Arndís María Erlingsdóttir og Sigfús Fossdal.
Sigfús er mættur aftur til að verja titilinn, en ljóst er að við fáum nýjan meistara í kvennaflokki.
KEPPENDALISTI

ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna sem fram fer í Njarðvíkum 8.mars nk.
Keppt verður um þrjú efstu sæti í hverjum þyngdarflokki óháð aldri, en síðan verðlaunað fyrir þrjú efstu sæti á stigum í hverjum aldurflokki fyrir sig.

Skráningarfrestur er til miðnættis 15.febrúar. Frestur til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjöld er til 22.febrúar.
Á þetta mót gildir “þriggja mánaða reglan” svokallaða samkvæmt 3.grein mótareglnanna. 

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ: ÍM14