Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu – úrslit.

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, hélt upp á 10-ára keppnisafmæli sitt á Selfossi í dag með því að verða íslandsmeistari í réttstöðulyftu. Hún lyfti 176,0 kg í -63,0 kg flokki, en það er nýtt Íslandsmet. Fyrir þessa lyftu hlaut hún 190,168 stig.
María er glæsilegur fulltrúi kraftlyftingamanna og við óskum henni til hamingju bæði með titilinn og “afmælið”.
Í öðru sæti hafnaði Hulda B. Waage, Breiðablik, sem lyfti 170,0 kg í -73,0 kg flokki og hlaut 167,97 stig. Hulda tapaði baráttunni við 180,0 kg í þetta sinn, en  hefur væntanlega ekki sagt sitt síðasta.
Í þriðja sæti varð svo Jóhanna Eivinsdóttir, Selfossi, sem lyfti 167,5 kg í -84,0 kg flokki.
Þyngsta lyftan í kvennaflokki átti Rósa Birgisdóttir, Selfossi, sem lyfti 188 kg í +84,0 kg flokki, en það er nýtt Íslandsmet.

Í karlaflokki tefldi Ungmennafélag Selfoss fram sína tvo bestu menn, Stefán Blackburn og Árni Steinarsson  í -105,0 flokki.  Þeir lyftu báðir 290,0 kg, en Stefán vigtaðist léttari og vann með því stigaverðlaun karla með 175,07 stig. Árni hlaut 173,47 stig í öðru sæti, en þriðji í stigakeppni karla varð hinn síungi Halldór Eyþórsson, Breiðablik, með 170,28 stig. Halldór lyfti 252,5 kg í -83,0 flokki.

Halldór er formaður kraftlyftingadeildar Breiðabliks og gat þess vegna líka fagnað sigri í liðakeppninni. Breiðablik endurtók leikinn frá Bikarmótinu um daginn og sigarði í liðakeppni mótsins.
Það er hinsvegar opinbert leyndarmál að eftir þetta mót standa Massamenn uppi með flest stig ársins og munu geta tekið við bikarinn sem kraftlyftingafélag 2011 í lok ársins. Það er gaman að sjá hvernig stigakeppnin eflir liðsandann og hvetur menn til þátttöku og baráttu fyrir sitt félag.

Að lokum ber að nefna Katrínu Atladóttur frá Gróttu sem hlaut tilþrifabikar mótsins. Hún lenti í þriðja sæti í -63,0 með því að klára 130,0 kg í þriðju tilraun af miklum eldmóði.

Dómarar á mótinu voru Helgi Hauksson, Klaus Jensen, Skúli Óskarsson og Sigmundur Bjarnason. Ritari var Gry Ek og þulur Júlían J.K. Jóhannsson.
Heildarúrslit

Blikar sigursælir á Bikarmótinu

Kraftlyftingadeild Breiðabliks gerði góða ferð til Akureyrar um helgina. Hulda Waage og Fannar Gauti Dagbjartsson, bæði úr Breiðablik, urðu bikarmeistarar KRAFT 2011 í kvenna- og karlaflokki og Breiðablik varð stigahæsta liðið. UMFN Massi tók forystu í stigakeppni félaga og verður að bíða fram yfir  ÍM í réttstöðulyftu næstu helgi til að fá endanleg úrslit í þeirri keppni.
Mörg Íslandsmet fellu á mótinu.

Míkil þátttaka var og hörð samkeppni í mörgum flokkum, ekki síst í -72,0 kg flokki kvenna þar sem metaskífunum var óspart beitt. Biðu menn spennt eftir viðureign Huldu og Guðrúnar Gróu Þórsteinsdóttur úr Gróttu og fengu góða skemmtun. Hulda sigraði í þetta sinn á nýju glæsilegu íslandsmeti (160,5 – 97,5 – 179,5 = 437,5 kg) sem gaf 427 stig, en árangur Gróu (430,0 kg) er íslandsmet í unglingaflokki. Báðar hafa þær tekið miklar framfarir frá Íslandsmótinu í vor – og eru ekki einar um það. Mjög gaman var að sjá marga keppendur uppskera góðar persónulegar bætingar og setja met. Jóhanna Þórarinsdóttir, Breiðablik, vann stigabikarinn í bekkpressu á nýju íslandsmeti, 105,5 kg.
Ljóst er að María Guðsteinsdóttir úr Ármanni sem hefur verið ósigrandi í kvennaflokki undanfarin ár má fara að vara sig, og fagnar hún því sjálf eflaust manna mest.

Í karlaflokki var hið sama uppá teningnum, t.d. í -83,0 kg flokki, en á endanum vann Fannar stigabikarinn nokkuð örugglega með 507,8 stig. Hann lyfti í -120,0 kg flokki samtals 875,0 kg sem er nýtt íslandsmet og náði langþráðum bætingum í öllum greinum.

Í drengja- og unglingaflokkum karla ringdi inn glæsilegum metum og bar míkið á heimamanninum Viktor Samúelsson sem sigraði í -105 kg flokki á 760,0 kg. Hann barðist þar m.a. við Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem tók forustuna eftir nýju íslandsmeti, 215,0 kg á bekknum. Viktor átti samt lokaorðið þar sem hann togaði upp 300,0 kg í réttstöðu og setti þar með íslandsmet í opnum flokki, en Viktor er enn í drengjaflokki.

Of langt mál er að telja upp öll afrek mótsins, hér má finna heildarúrslit http://results.kraft.is/meet/bikarmot-i-kraftlyftingum-2011

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og öllum þeim til lukku sem hafa bætt árangur sinn og jafnvel sett glæsileg met í dag.
Þökkum Kraftlyftingafélag Akureyrar fyrir metnaðarfullt mót og góðar móttökur.

Bikarmót KRAFT

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands 2011 fer fram á morgun laugardaginn 26. nóvember í íþróttahöllinni á Akureyri í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.
Keppnin hefst kl. 10 með keppni í kvennaflokkum og flokkum karla t.o.m. – 74,0 kg. Keppni í hinum karlaflokkunum er áætlað að hefjist kl. 13.00.
47 keppendur eru skráðir til leiks og stefnir í jafna og spennandi keppni í mörgum flokkum bæði karla og kvenna.
KFA ætlar að bjóða upp á vefútsendingu af mótinu á http://www.ustream.tv/channel/kfakureyri

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að fjölmenna og hvetja sterkustu stráka og stelpur landsins til dáða, sérstaklega auðvitað heimamenn til að mæta og styðja sína keppendur.

Keppendur eru:

Hópur 1 – KONUR
Vigtun 08:00
Keppni 10:00

– 52,0 kg Guðrún Ósk Gestsdóttir KFA
– 52,0 kg Tinna Rut Traustadóttir Grótta
– 52,0 kg Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir Grótta
– 57,0 kg Agnes Eva Þórarinsdóttir KFA
– 57,0 kg Borghildur Erlingsdóttir Grótta
– 63,0 kg Dagbjört Lind Orradóttir Breiðablik
– 63,0 kg Hafdís Sigurðardóttir KFA
– 63,0 kg Erla Kristín Árnadóttir Grótta

Hópur 2 – KONUR + KARLAR
Vigtun 08:00
Keppni 10:00

– 72,0 kg Alexandra Guðlaugsdóttir KFA
– 72,0 kg Rakel Ósk Bjarnadóttir KFA
– 72,0 kg Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Grótta
– 72,0 kg Hulda B. Waage Breiðablik Breiðablik
– 72,0 kg Jóhanna Þórarinsdóttir Breiðablik
– 84,0 kg Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA
+84,0 kg Lára Bogey Finnbogadóttir Akranes
– – – –
– 66,0 kg Guðmundur Freyr Jónsson KFA
– 74,0 kg Örn Dúi Svanhildarson KFA
– 74,0 kg Dagfinnur Ari Normann Heiðrún
– 74,0 kg Daði Már Jónsson Massi
– 74,0 kg Steinar Freyr Hafsteinsson Massi
– 74,0 kg Bjarni Þorleifsson Massi

Hópur 3 – KARLAR
Vigtun 11:00
Keppni 13:00

– 83,0 kg Ellert Björn Ómarsson Massi
– 83,0 kg Gísli Þrastarson Grótta
– 83,0 kg Aron Lee Du Teitsson Grótta
– 83,0 kg Páll Matthíasson Grótta
– 83,0 kg Stefán Þór Jósefsson KFA
– 83,0 kg Helgi Garðar Helgason KFA
– 83,0 kg Halldór Eyþórsson Breiðablik
– 93,0 kg Ormar Agnarsson KFA
– 93,0 kg Ragnar Árni Ágústsson Grótta
– 93,0 kg Heiðar Oddur Orrason Breiðablik
– 93,0 kg Kristján Sindri Níelsson Breiðablik
– 93,0 kg Jón Sævar Brynjólfsson Heiðrún
– 93,0 kg Helgi Briem Ármann
– 93,0 kg Jón Axel Ólafsson

Hópur 4 – KARLAR
Vigtun 11.00
Keppni 13.00

– 105,0 kg Alexander Ingi Olsen Heiðrún
– 105,0 kg Stefán Karel Torfason KFA
– 105,0 kg Viktor Samúelsson KFA
– 105,0 kg Einar Örn Guðnason Akranes
– 105,0 kg Nikulás Rúnar Sigurðsson Akranes
– 105.0 kg Árni Snær Jónsson Breiðablik
– 105,0 kg Ásmundur Rafnar Ólafsson Massi
– 120,0 kg Kristján H. Buch KFA
– 120,0 kg Fannar Gauti Dagbjartsson Breiðablik
– 120,0 kg Þorvarður Ólafsson Massi
+ 120,0 kg Grétar Skúli Gunnarsson KFA
+ 120,0 kg Júlían J.K. Jóhannesson Ármann

 

Bikarmót – skipting í holl

Búið er að raða keppendum í holl fyrir bikarmótið laugardaginn 26.nóvember og verða konur að taka daginn snemma til að planið gangi upp. Margir keppendur eru skráðir til leiks og mótshaldari ætlar að klára mótið á einum degi og enda á sameiginlegri veislu og hátíðarhöldum. Frekari upplýsingar um mótið og skipulag má nálgast hjá mótshaldara og á heimasíðu KFA.

Hópur 1 – KONUR
Vigtun 06:00
Keppni 08:00

– 52,0 kg Guðrún Ósk Gestsdóttir  KFA
– 52,0 kg Tinna Rut Traustadóttir  Grótta
– 52,0 kg Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir Grótta
– 57,0 kg Agnes Eva Þórarinsdóttir  KFA
– 57,0 kg Borghildur Erlingsdóttir  Grótta
– 63,0 kg Dagbjört Lind Orradóttir  Breiðablik
– 63,0 kg Hafdís Sigurðardóttir  KFA
– 63,0 kg Erla Kristín Árnadóttir  Grótta

Hópur 2 – KONUR + KARLAR
Vigtun 07:00
Keppni 09:00

– 72,0 kg Alexandra Guðlaugsdóttir  KFA
– 72,0 kg Rakel Ósk Bjarnadóttir  KFA
– 72,0 kg Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Grótta
– 72,0 kg Hulda B. Waage Breiðablik   Breiðablik
– 72,0 kg Jóhanna Þórarinsdóttir   Breiðablik
– 84,0 kg Jóhanna Eivinsdóttir  Selfoss
– 84,0 kg Íris Hrönn Garðarsdóttir   KFA
+84,0 kg Lára Bogey Finnbogadóttir   Akranes
– – – –
– 66,0 kg Guðmundur Freyr Jónsson  KFA
– 74,0 kg Örn Dúi Svanhildarson  KFA
– 74,0 kg Dagfinnur Ari Normann  Heiðrún
– 74,0 kg Daði Már Jónsson Massi
– 74,0 kg Steinar Freyr Hafsteinsson Massi
– 74,0 kg Bjarni Þorleifsson Massi

Hópur 3 – KARLAR
Vigtun 11:00
Keppni 13:00

– 83,0 kg Ellert Björn Ómarsson Massi
– 83,0 kg Gísli Þrastarson Grótta
– 83,0 kg Aron Lee Du Teitsson  Grótta
– 83,0 kg Páll Matthíasson Grótta
– 83,0 kg Stefán Þór Jósefsson  KFA
– 83,0 kg Helgi Garðar Helgason KFA
– 83,0 kg Halldór Eyþórsson Breiðablik
– 93,0 kg Ormar Agnarsson KFA
– 93,0 kg Ragnar Árni Ágústsson  Grótta
– 93,0 kg Heiðar Oddur Orrason  Breiðablik
– 93,0 kg Kristján Sindri Níelsson  Breiðablik
– 93,0 kg Jón Sævar Brynjólfsson  Heiðrún
– 93,0 kg Helgi Briem Ármann
– 93,0 kg Jón Axel Ólafsson

Hópur 4 – KARLAR
Vigtun 12:15
Keppni 14:15

– 105,0 kg Alexander Ingi Olsen  Heiðrún
– 105,0 kg Stefán Karel Torfason  KFA
– 105,0 kg Viktor Samúelsson KFA
– 105,0 kg Einar Örn Guðnason  Akranes
– 105,0 kg Nikulás Rúnar Sigurðsson  Akranes
– 105.0 kg Árni Snær Jónsson Breiðablik
– 105,0 kg Ásmundur Rafnar Ólafsson  Massi
– 120,0 kg Kristján H. Buch KFA
– 120,0 kg Fannar Gauti Dagbjartsson  Breiðablik
– 120,0 kg Þorvarður Ólafsson  Massi
+ 120,0 kg Grétar Skúli Gunnarsson  KFA
+ 120,0 kg Júlían J.K. Jóhannesson Ármann

ÍM í réttstöðulyftu – skráningarfrestur á laugardag

Skráning á íslandsmeistarmótið í réttstöðulyftu sem fram fer á Selfossi laugardaginn 3.desember nk. stendur nú yfir og lýkur á miðnætti laugardaginn 19.nóvember.
Keppnisgjaldið er 2500 krónur og skal greitt á reikning mótshaldara áður en skráningarfrestur rennur út: reikn. 325-26-5699
kennitala 560910-0960.

Félögin skulu skrá sína keppendur í rétta þyngdaflokka á þessu eyðublaði: IM_RETTSTADA_11.
Það þarf líka að skrá aðstoðarmenn og starfsmenn. 
Skráning sendist á [email protected] með afrit á [email protected]

Auðunn féll úr keppni

HM í kraftlyftingum lauk í Tékklandi í dag með frábærri keppni í +120,0 kg flokki. Úkraínumaðurinn Volodymyr Svistunov sigraði að lokum á nýju heimsmeti 1132,5 kg, á undan landa sínum Viktor Testsov með 1130,0 kg. Heimsmet voru sett bæði á bekknum og í réttstöðulyftu.

Auðunn Jónsson keppti fyrir Ísland, og þar sannaðist að krosstré bregðast sem önnur tré, því sá fátíði atburður gerðist að Auðunn féll úr keppni. 

Hann vigtaðist 142,02 kg en fann strax við upphitun að þetta væri ekki toppdagur.
Auðunn byrjaði í 385,0 kg í beygjum og fékk gilt 2-1. Hann fór síðan beint í 410,0 kg sem hefur verið á dagskrá að klára í nokkurn tíma. Það fór örugglega upp 3-0.  Auðunn bað um 415,0 kg í síðustu tilraun, en lét tímann renna út, enda nýtt íslandsmet í höfn.
Rússinn Dmitry Ivanov sigraði í beygju á nýju heimsmeti 460,0 kg, en féll síðan úr keppni á bekknum og missti þannig metið. Hann var ekki sá eini sem lenti í vanda á bekknum.

Það var ljóst að ekki var allt með felldu þegar Auðunni mistókst með byrjunnarþyngdina 265,0 kg. Hann náði aldrei að rétta út og átti þrjár misheppnaðar  tilraunir við  þá þyngd.
Þar með þurfti hann að horfast í augu við þá bitru staðreynd að vera dottinn úr keppni og beygjumetið þar með ógilt.
Bekkurinn endaði á nýju heimsmeti til úkraínumannsins Viktor Testsov, 350,0 kg, en þá höfðu þeir Kenneth Sandvik skipst á að setja heimsmet á víxl.

Auðunn hélt ótrauður áfram í réttstöðulyftu og byrjaði í 330,0 kg sem fór létt upp. Hann reyndi við 350,0 í annarri en greipin gaf sig á leiðinni upp. Hann hætti þá keppni, enda ljóst að styrkurinn var ekki til staðar.
Heildarúrslit mótsins: http://www.powerlifting-ipf.com/332.html

Sumt tekst – annað ekki, eins og gengur. Við þökkum íslenska liðinu fyrir alla vinnuna, fyrir og á þessu móti og óskum þeim góðrar heimferðar.
Íslenska liðið að loknu móti:

María keppir í dag

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna hófst í gær með keppni í léttustu flokkum karla og kvenna.
Hér má sjá beinar útsendingar og upptökur af keppni dagsins: http://www.ustream.tv/channel/SPV-TV
Úrslitin birtast hér: http://goodlift.info/live.php
Á facebooksíðu IPF birtast myndir á hverjum degi.

Í dag miðvikudaginn 9.nóvember keppir María Guðsteinsdóttir í -63,0 kg flokki. Keppnin hefst klukkan 13.00 á íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með livestreaming á netinu í tenglunum fyrir ofan. Klaus Jensen er Maríu til aðstoðar. 
María er vel undirbúin og stefnir eins og ætíð á bætingar og ný Íslandsmet. Við óskum henni góðs gengis.

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum 7.-13. nóvember

Heimsmeistaramót karla og kvenna í kraftlyftingum hefst í Pilzen í Tékklandi á mánudag. Á mótinu keppa 156 karlar og 91 konur frá 42 löndum í öllum heimsálfum. 

Fyrir hönd Íslands keppa María Guðsteinsdóttir, Ármanni,  í -63,0 kg flokki kvenna og Auðunn Jónsson, Breiðablik, í +120,0 kg flokki karla. Þeim til aðstoðar verða Klaus Jensen og Grétar Hrafnsson. Klaus mun auk þess dæma á mótinu. 

Alþjóða kraftlyftingasambandið IPF heldur ársþing sitt í tengslum við mótið og mun Gry Ek, ritari KRAFT, sitja þingið.

María keppir miðvikudaginn 9.nóvember kl. 14.00 að staðartíma.
Í hennar flokki eru 22 keppendur: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html

Auðunn keppir sunnudaginn 13.nóvember kl. 10.00.
Hann mætir 23 sterkum mótherjum í sínum flokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html

Bein útsending verður frá mótinu: http://goodlift.info/live.php

Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

María og Auðunn keppa á HM

Nú styttist í heimsmeistaramótið í kraftlyftingum, en það fer fram í Pilzen í Tékklandi dagana 7. – 13. november nk.

Kraftlyftingasamband Íslands sendir tvo keppendur á mótið. María Guðsteinsdóttir keppir í -63,0 flokki kvenna og Auðunn Jónsson í +120,0 flokki karla. Þeim til aðstoðar eru Klaus Jensen og Grétar Hrafnsson. Klaus mun ennfremur dæma á mótinu.
María keppir miðvikudaginn 9.nóvember en Auðunn sunnudaginn 13.nóvember.
Bein vefútsending verður frá mótinu og munum við fjalla nánar um það þegar nær dregur.

Keppendur í kvennaflokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html
Keppendur í karlaflokki: http://www.powerlifting-ipf.com/47.html
Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

Bikarmótið – skráning

Þó að enn séu sjö vikur í bikarmót KRAFT er undirbúningur löngu hafinn og stendur sem hæst bæði hjá keppendum og mótshaldara.
Að þessu sinni fer mótið fram í íþróttahöllinni á Akureyri 26.nóvember í umsjón KFA. Nákvæmar tímasetningar verða kynntar þegar keppendafjöldinn liggur fyrir.
Til að geta undirbúið allt sem best hefur mótshaldari fengið samþykki KRAFT til að hafa skráninguna á mótið með þessum hætti:

Continue reading