Massi 20 ára

Massi, kraftlyftingadeild UMF Njarðvíkur, fagnar á þessu ári því að 20 ár eru frá formlegri stofnun deildarinnar. Kraftlyftingar hafa þó verið stundaðar mun lengur hjá UMFN, eða frá 1973 og alla tíð  undir lögsögu ÍSÍ.

massiMassamenn hafa gegnum árin unnið marga titla og félagið hefur mikla reynslu af mótahaldi, héldu t.d. tvö Norðurlandamót í fyrra með miklum ágætum.
Á laugardaginn hélt félagið ÍM í kraftlyftingum og settu upp flottustu mótaumgjörð sem sést hefur hér og var félaginu til mikils sóma.
Keppendur frá Massa gerðu góða hluti á mótinu og sigruðu í liðakeppni karla.
Stjórn KRAFT fyrir hönd allra félaga sendir Massa þakkir fyrir mótið og hamingjóskir á þessum tímamótum.
Haldið áfram að byggja upp – Suðurnesjamönnum og íþróttinni allri til heilla!

 

Íþróttakona UMFN 2013

Ungmennafélagið í Njarðvíkum heiðraði sitt afreksfólk á dögunum.
Íþróttakona UMFN 2013 var valin Inga María Henningsdóttir, kraftlyftingakona úr Massa.
Við óskum henni innilega til hamingju með heiðurinn.

Sindri Freyr með þrjú íslandsmet

Sindri Freyr Arnarson stóð sig vel á EM unglinga í dag. Hann lyfti í -66,0 kg flokki og bætti árangur sinn svo um munaði, eða úr 502,5 í 515 kg sem er nýtt íslandsmet í flokknum. Hann sett líka íslandsmet í hnébeygju og bekkpressu.
Við óskum honum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má finna tengil á heildarúrslit: http://www.europowerlifting.org/results.html

Sindri hefur nú gefið tóninn fyrir íslenska liðið. Á morgun stendur félagi hans úr Massa, Daði Már Jónsson í eldlínunni. Hann lyftir í -74,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 17.30 að íslenskum tíma.

Sindri Freyr lyftir á morgun

Sindri Freyr Arnarson, Massamaður, stígur á svið á EM unglinga á morgun kl. 17.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vefnum: http://goodlift.info/live.php

Sindri lyftir í -66,0 kg flokki unglinga, en hann er fæddur 1992. Sindri á best 502,5 kg og mætir mjög sterkum andstæðingum í flokknum. Markmiðið verður fyrst og fremst að halda einbeitingu og ná út öllu því sem búið er að leggja inn fyrir á löngum og ströngum æfingum í vetur. Það verður spennandi að sjá hversu langt það nær.

Við eigum von á bætingum og óskum Sindra og hans aðstoðarmönnum í Tékklandi góðs gengis.

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum á laugardag

im13Islandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna fer fram í Njarðvíkum laugardaginn 23.mars nk.
Keppni hefst kl. 10.00 í kvennaflokkum og karlaflokkum -59,0 kg til -83,0 kg
Keppni hefst kl. 13.30 í karlaflokkum -93,0 og upp úr.
Hér má sjá lista yfir keppendum
Í þetta sinn senda 11 félög keppendur á mótið og hafa þau aldrei verið fleiri.

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að mæta og sjá þá bestu og efnilegustu í þessari íþrótt sýna hvað þau geta. Frítt er inn.

Vigtun hefst kl. 8.00 fyrir konur og karlar t.o.m. -83,0 kg
Vigtun hefst kl. 11.30 fyrir karlar -93,0 og upp úr. (ekki 10.30 eins og misritaðist í fyrri frétt!)

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fer fram laugardaginn 23.mars nk. Það er haldið í íþróttamiðstöðinni að Norðurstíg 4 í Njarðvíkum. Mótshaldari er Massi.

TÍMAPLAN.

Vigtun kl. 08:00 – keppni hefst kl. 10:00
Allar konur
Karlar -59 – -83 kg flokkum

Vigtun kl. 11:30 – keppni hefst kl. 13.30
Karlar -93 – +120 kg flokkum

Gert er ráð fyrir verðlaunaafhendingu fyrra hópsins kl. 13:00.

ATH: Keppendur mæta tímanlega í vigtun. Ef keppandi hættir við keppni skal hann láta þjálfara sinn eða mótshaldara vita eins fljótt og auðið er.

ÍM_keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fer fram í umsjón Massa 23.mars nk. Keppendur eru 46, þar af 13 konur.

Tvö ný félög senda keppendur í þetta sinn; Víkingur frá Ísafirði og Lyftingafélag Reykjavíkur sem er nýbúið að stofna deild um kraftlyftingar.

Félög hafa frest til 9.mars til að greiða keppnisgjöld og gera breytingar á þyngdaflokkum.

 

KEPPENDUR

Íslandsmeistarmót í kraftlyftingum 2012

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur  laugardaginn 24.mars og hefst keppnin klukkan 11.00. Mótshaldari er UMF Massi. Aðgangur ókeypis.

47 keppendur eru skráðir til leiks, en keppt er í opnum flokki og í aldurstengdum flokkum unglinga og öldunga.
NÖFN KEPPENDA

Fjölmenni er í mörgum flokkum, t.d. í -93,0 kg flokki karla þar sem keppendur eru 11 að þessu sinni.
Búist er við miklar bætingar hjá mörgum keppendum, ekki síst í drengja- og unglingaflokkum og verður spennandi að sjá hvaða íslandsmet falla.
Í stigakeppni félaga hafa Gróttumenn nauma forystu eftir bekkpressumótið og hafa konurnar verið sérlega drjúgar að safna stigum fyrir þá. Breiðablik sendir að þessu sinni 17 keppendur í tilraun til að stöðva þessa sigurgöngu, og heimamenn mæta með 10 keppendur og ætla að selja sig dýrt. Þar að auki eiga Ármenningar, Akurnesingar, Selfyssingar, Garðbæingar og Akureyringar góða möguleika á að eignast íslandsmeistara á morgunn.

Í kraftlyftingum eins og í öðrum íþróttagreinum er hvatning áhorfenda og stuðningsmanna míkilvæg og hvetjum við alla áhugamenn um sportið að mæta í höllina og láta í sér heyra.

 

Góður árangur í drengjaflokki

Fjórir sterkir Massastrákar voru sérstakir gestakeppendur á opnu unglingamóti norska kraftlyftingasambandsins í Brumunddal í Noregi um helgina. Þeir hafa æft vel undir stjórn Sturlu Ólafssonar og náðu öllum sínum markmiðum á mótinu.
Þeir unnu til verðlauna, bættu sig allir glæsilega, settu mörg Íslandsmet í drengjaflokki og fengu vonandi hvatning og veganesti til áframhaldandi bætinga, en þeir eru augljóslega á réttri leið.

Daði Már Jónsson (-66,0 kg) lyfti 120-110-165=395 kg og lenti í öðru sæti í sínum flokki. Steinar Freyr Hafsteinsson (-74,0 kg) lyfti 150-110-200=460 kg og lenti líka í öðru sæti. Davíð Birgisson (-74,0 kg) lyfti 150-107,5-180=437,5 kg og varð þriðji. Ellert Björn Ómarsson (-83,0 kg) lyfti 125-80-170=375 kg og varð fimmti í sínum flokki. Daði, Davíð og Steinar bættu Íslandsmet í sínum flokkum og hér má sjá árangur þeirra nánar.
Hér eru heildarúrslit mótsins.

Þess má geta að tveir aðrir íslenskir strákar kepptu á mótinu, þeir Halldór og Guðsteinn Arnarsynir. Þeir kepptu fyrir Breiðablik á síðasta Íslandsmóti en mættu nú fyrir norska klúbbinn sinn Stavanger SK.

Í tengslum við mótið bauð Lars Samnöy, Þjálfari norska unglingalandsliðsins, upp á fræðslu og tækniþjálfun þar sem hann skoðaði stíl strákana og gaf góð ráð. Hann fékk landsliðsmennina Jörgen og Carl Yngvar með sér í liði til að sýna réttu hreyfingarnar.
Kraft þakkar norska sambandinu fyrir rausnarlegt heimboð og vonar að framhald verði á svona gagnlegu samstarfi.
Undirrituð var fararstjóri í ferðinni og get vottað að frammístaða og framkoma strákanna var þeim, félagi þeirra og íþróttinni til slíks sóma að eftir var tekið.


Jörgen, Carl Yngvar, Daði, Ellert, Davíð, Sturla, Lars og Steinar í æfingasal Brumunddal atletklubb.

Unglingamót í Noregi

Kraftlyftingasamband Noregs hefur boðið fjórum íslenskum og fjórum breskum keppendum á opna unglingamót sitt 18.júni og er hugmyndin að þetta verði upphafið að samstarfi milli Kraftlyftingasambands Íslands og Noregs og félags í Bretlandi um mótahald á unglingastigi. Norðmenn og Bretar hafa í nokkur ár boðið hvort öðru til keppnis árlega og nú er Íslendingum í fyrsta sinn boðið að vera með. Í ár fer mótið fram í Noregi, á næsta ári í Bretlandi og svo er stefnan að bjóða til Íslands 2013. Í ár verða Bretarnir að vísu ekki með, þar sem félagið heldur Evrópumót unglinga um svipað leyti.

Frá Íslandi fara fjórir drengir úr UMFN – Massa, þeir Ellert Björn, Davíð, Daði Már og Steinar Freyr. Þjálfari þeirra, Sturla Ólafsson, verður með í för ásamt Gunnlaug Olsen og Gry Ek. Mótið fer fram í Brummunddal, í umsjón kraftlyftingafélags staðarins.
Þjálfari norska unglingalandsliðsins mun halda sérstaka tækniæfingu og fræðslufund með strákunum og hver veit nema einhverjir úr unglingalandsliðinu mæti og deili af sinni reynslu.
Keppendalisti: http://resultater.styrkeloft.no/pameldingsliste.php?id=4