María setti nýtt íslandsmet í samanlögðum árangri.

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti í dag á HM í kraftlyftingum í Stavanger í Noregi. Hún keppti í -72,0 kg flokki og lenti þar í 10.sæti á nýju íslandsmeti 472,5 kg.

Hún byrjaði á 170 örugglega í beygju, fór svo of grunnt með 180 kg í annarri en kláraði þeirri þyngd í þriðju tilraun. Það er 2,5 kg frá hennar besta árangri. Á bekknum tók hún fyrst 107,5 kg mjög létt, fór svo upp með 112,5 í annarri en fékk ógilt. Hún tók þessa þyngd svo mjög laglega í þriðju tilraun og virtist eiga inni.

Í réttstöðu lyfti hún 172,5 og 180, en 185 reyndist of þungt. Samanlagt endaði hún í 472,5 kg sem er 7,5 kg bæting á hennar eigin íslandsmeti.

Við óskum henni til hamingju með árangurinn og enn eitt metið!

 

María í 6.sæti með tvö ný íslandsmet

1825María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi í dag. Hún lenti í 6. sæti í -72,0 flokki þar sem hún vigtaðist 68,44 kg.
María byrjaði af krafti og átti mjög góða beygjuseríu: 170 – 177,5 – 182,5 sem er 17,5 kg bæting á hennar eigin íslandsmeti í flokknum. Á bekknum endaði hún í 110,0 kg eftir að hafa misst 112,5 í síðustu tilraun. Í réttstöðunni þurfti hún tvær tilraunir með byrjunarþyngd en kláraði svo 172,5 kg í þriðju tilraun.
Samanlagt gerir það 465,0 kg sem er nýtt íslandsmet og 7,5 kg persónuleg bæting í flokknum.
Við óskum Maríu til hamingju með metin og bætingarnar.

Sigurvegari í flokknum var hin danska Annette Pedersen.

EM hefst á morgun

eo-2013Opna Evrópumótið í kraftlyftingum hefst á morgun 7.maí í Pilzen í Tékklandi og stendur til 11.maí. 162 keppendur frá 23 löndum eru skráðir til leiks, 100 í karlaflokki og 62 konur.
Meðal þeirra eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
María keppir í -72,0 kg flokki á miðvikudag en Auðunn í +120,0 kg flokki á laugardag. Samkvæmt Grétari Hrafnssyni landsliðsþjálfara eru þau bæði í góðu formi og mjög vel undirbúin.
Helgi Hauksson og Klaus Jensen munu dæma á mótinu og Sigurjón Pétursson situr þing EPF fyrir hönd KRAFT.
Hægt verður að fylgjast með á netinu: http://goodlift.info/live.php

Við óskum þeim öllu góðs gengis.

Þrír kraftlyftingamenn fá afreksstyrki

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ með breyttum áherslum frá því sem verið hefur undanfarin ár.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, fær A-styrk úr sjóðnum 2013.
María Guðsteinsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, fá C-styrk í ár.
Auk þess var úthlutað til sambandsins vegna skilgreindra verkefna landsliðsins á árinu.

Þetta er fagnaðarefni og hvetur bæði afreksmönnum og sambandinu til dáða við að ná markmiðum afreksstefnu sinni.

Frétt ÍSÍ má lesa hér

Kraftlyftingamenn ársins heiðraðir

Íþrótta- og olympíusamband Íslands og samtök íþróttafréttamanna héldu glæsilegt hóf til heiðurs bestu íþróttmönnum þjóðarinnar í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru kraftlyftingamenn ársins 2012,  María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
Auðunn var auk þess valinn í hóp 10 helstu afreksmanna ársins, en úr þeim hópi var íþróttamaður ársins, Aron Pálmarson, Kiel, valinn. Auðunn varð sjötti í valinu og óskum við honum til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.
Bæði María og Auðunn eru miklir íþróttamenn, en hafa auk þess gert mikið til að efla íþróttina hér á landi. Þau hafa lagt tíma sinn og reynslu í vinnu fyrir sín félög og fyrir sambandið og vill stjórn KRAFT nota þetta tækifæri til að þakka þeim sérstaklega fyrir það.María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012
María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012Auðunn þakkar fyrir sig
Auðunn þakkar fyrir sig

 

Kraftlyftingamenn ársins 2012

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands ákvað á fundi sínum  12.desember sl. að tilnefna Auðunn Jónsson, Breiðablik og Maríu Guðsteinsdóttur, Ármanni, kraftlyftingamenn ársins 2012 í karla- og kvennaflokki.

María með þrjú ný Íslandsmet

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti í dag á sínu 6.heimsmeistaramóti í kraftlyftingum, en mótið stendur nú yfir í Puerto Rico. María vigtaði 62,8 kg í fjölmennum hópi kvenna í -63,0 kg flokki.

Hún byrjaði í 160 kg í hnébeygju mjög örugglega. Nýtt Íslandsmet, 167,5 kg fór upp í annarri tilraun, en svo virtist sem María hafi ekki hitt nógu vel á lyftuna og þurfti að berjast af hörku. Í þriðju tilraun bættu hún um betur og lyfti 172,5 kg.

Á bekknum kláraði María 97.5 kg í fyrstu tilraun, en mistókst því miður með 102,5 kg í næstu tveimur tilraunum, sem voru ákveðin vonbrigði.

Í réttstöðulyftu byrjaði María auðveldlega í 160,0 kg. Hún hélt áfram með 172,5 kg og sýndi tilþrif með 180 kg í þriðju og átti inni. Þetta er nýtt Íslandsmet í flokknum, og samanlagður árangur  450,0 kg er besti árangur Marí um árabil og einnig nýtt Íslandsmet.

Larysa Soloviova, Úkraína, sigraði í flokknum á nýju heimsmeti, 633,0 kg, en María endaði í 11.sæti. HEILDARÚRSLIT
Við óskum henni til hamingju með árangurinn og metin.

María lyftir á morgun

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir á HM í kraftlyftingum á morgun miðvikudag. Hún keppir í -63,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 11.00 á staðartíma, eða kl. 15.00 á íslenskum tíma.
María stefnir á bætingu, og miðað við ganginn í undirbúningnum er það mjög raunhæft markmið. Við óskum henni góðs gengis!
Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni vefútsendingu

María barðist um verðlaun i réttstöðu

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, hefur lokið keppni á EM í Úkraínu. Hún vigtaðist 62,8 kg í -63,0 kg flokki.
María tók seríuna 162,0 – 100 – 177,5 = 440 kg. Réttstöðulyftan og samanlagur árangur eru ný Íslandsmet og þetta er besti árangur Maríu á stigum í langan tíma. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og nýju metin.

Í réttstöðu lenti María í 4.sæti. Í þriðju tilraun hækkaði hún sig úr 182,5 í 185,0 í tilraun til að komast á verðlaunapallinn.  Það mistókst í dag, en það er gaman að sjá að verðlaunasæti í þessari grein er innan seilingar fyrir Maríu.

Eftir harða baráttu við Orsini frá Ítalíu sigraði Dubenskaya frá Rússlandi í flokknum. Hún lyfti 542,5 kg.